Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. október 2023 23:14 Eiríkur Búi kveðst fagna fjölbreytileika hugmyndanna. Ein þeirra var að skilti í Breiðholti. Vísir Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Sjá meira
Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Sjá meira