Nálgist að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn Árni Sæberg skrifar 2. október 2023 20:34 Sigursteinn telur næsta víst að hann viti hvað varð af Geirfinni Einarssyni. Vísir/Storytel/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sigursteinn Másson, sem hefur legið yfir gögnum Guðmundar- og Geirfinnsmálið undanfarið, segist telja sig nálgast það að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn. Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira