Afla enn gagna við rannsókn á flugslysinu við Sauðahnjúka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2023 06:46 Vélin brotlenti við Sauðahnjúk milli Hornbrynju og Hraungarða. Stöð 2 Rannsóknarnefnd samgönguslysa aflar enn gagna vegna flugslyssins sem varð við Sauðahnjúka á Austurlandi þann 9. júlí síðastliðinn þar sem þrír létust. Þetta kemur fram í svörum nefndarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að nefndin hafi þann 14. september síðastliðin ákveðið á nefndarfundi að bíða með útgáfu bráðabirgðaskýrslu. Enn væri verið að afla gagna og vinna úr þeim. Áður hafði nefndin sagt við fréttastofu að skýrslunnar væri að vænta í ágúst. Vélin TF-KLO hafði innanborðs tvo starfsmenn Náttúrustofu Austurlands auk flugmanns og voru þeir við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið varð. Samkvæmt flugáætlun átti vélin að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum þann 9. júlí töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Sú rannsókn stendur enn yfir. Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira. Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Flugslys við Sauðahnjúka Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Þar segir að nefndin hafi þann 14. september síðastliðin ákveðið á nefndarfundi að bíða með útgáfu bráðabirgðaskýrslu. Enn væri verið að afla gagna og vinna úr þeim. Áður hafði nefndin sagt við fréttastofu að skýrslunnar væri að vænta í ágúst. Vélin TF-KLO hafði innanborðs tvo starfsmenn Náttúrustofu Austurlands auk flugmanns og voru þeir við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið varð. Samkvæmt flugáætlun átti vélin að fljúga sjónflug frá Egilsstaðaflugvelli um Snæfell, Hraundali og Vestur-Öræfi og koma aftur til Egilsstaða eftir fjórar klukkustundir. Vélin tók á loft frá Egilsstöðum kl. 13:29 og hefði samkvæmt flugáætlun átt að koma til baka kl. 17:29. Tæpum hálftíma fyrir þann tíma, klukkan 17:01, nam Landhelgisgæslan boð frá neyðarsendi flugvélarinnar. Þegar engin svör bárust frá flugvélinni hófst umfangsmikil leit að henni. Á áttunda tímanum þann 9. júlí töldu flugmenn áætlunarflugvélar Icelandair til Egilsstaða sig síðan sjá flak flugvélarinnar við Sauðahnjúk, sem reyndist rétt. Rannsókn flugslysa lýtur nákvæmum alþjóðlegum reglum og fer fram á vettvangi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hún hefst um leið og tilkynning um flugslys berst nefndinni. Vettvangurinn er rannsakaður og gagna aflað og stutt viðtöl tekin. Eftir það hefst svo kölluð frumrannsókn sem getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel tvo mánuði. Sú rannsókn stendur enn yfir. Að henni lokinni er gefin út bráðabirgðaskýrsla. Eftir útgáfu bráðabirgðaskýrslunnar hefst hin eiginlega rannsókn með úrvinnslu gagna, prófunum á kerfum, íhlutum og fleira.
Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Flugslys við Sauðahnjúka Tengdar fréttir Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00 Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar. 11. júlí 2023 23:37
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2023 16:00
Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11. júlí 2023 11:23