Óperudylgjur úr bergmálshelli og hálfkveðnar vísur Pétur J. Eiríksson skrifar 2. október 2023 07:00 Ég hef reynt að halda mig til hlés í þeirri umræðu, sem sums staðar hefur fengið samheitið "gagnrýni á Íslensku óperuna" þótt um tvenns konar gagnrýni sé að ræða. Annars vegar er eðlileg, málefnaleg og nauðsynleg gagnrýni sem hefur fengið umræðu eins og hún tíðkast í opnu menningarsamfélagi. Sú umræða hefur haft sinn gang án þess að ég telji mig þurfa að taka opinberlega þátt. Dæmi um þetta er málshöfðun Þóru Einarsdóttur á hendur Íslensku óperunni (ÍÓ) og hins vegar gagnrýni á hugsanlegt menningarnám í uppsetningu ÍÓ á Madama Butterfly. Hvort tveggja þurfti að ræða út frá öllum hliðum málefninu til gagns. Hins vegar er gagnrýni sem erfitt hefur verið að henda reiður á og á að mínum dómi meira skylt við persónulegar árásir, dylgjur og einelti og ég hef hingað til frábeðið mér þátttöku í þeirri umræðu. Gjaldkeri stéttarfélags klassískra söngvara, Klassis, Andri Björn Róbertsson, skrifaði 26. september sl grein sem svar við ágætri og málefnalegri grein Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur, þar sem hún lýsti áhyggjum af framtíð óperuflutnings í ferlinu í átt til ríkisrekinnar stofnunnar. Andri Björn deilir ekki þeim áhyggjum og virðist telja að frumskyldur óperufólks séu við sjálft sig en ekki það fólk sem hefur áhuga á að sjá og hlusta. Án þeirra væri þó engin ópera. Í leiðinni ákveður Andri Björn að taka Íslensku óperuna í karphúsið og beitir helst gamalreyndri aðferð úr óperumbókmenntum, að gefa í skyn, tortryggja og fullyrða án frekari rökstuðnings og þar sem hann nefnir mig, gerir mér upp skoðun og snýr út úr, tel ég mig ekki geta orða bundist. Að ég skuli hafa vísað til þeirra "sem hafa haldið uppi gagnrýni á Íslensku óperuna (ÍÓ) sem nokkurra óánægðra einsöngvara" og bætt við "sem fá bara ekkert að syngja" er rangt. Hér er dylgjað, gefið í skyn til að sá fræjum tortryggni, nokkuð sem einkennt hefur margt sem komið hefur frá stjórn Klassís. Hvort mikill meirihluti félagsmanna Klassis styður gagnrýni stjórnar félagsins eins og Andri Björn segir hefur hann auðvitað enga hugmynd um þótt hann haldi sig heyra það úr sínum bergmálshelli. Andri Björn segir sex fag-og stéttarfélög hafa lagst á sveif með stjórn Klassís m.a. í gagnrýni á breytingar á samþykktum ÍÓ sem fólu í sér að tilnefningar á fólki í stjórn ÍÓ færðist frá Vinafélagi Íslensku óperunnar til fulltrúaráðs ÍÓ. Með þessu vildi stjórn ÍÓ breikka aðkomu að stofnuninni. Hún áleit að með því að takmarka beina aðkomu að ÍÓ við Vinafélagið væri hún of þröng og leiddi til stöðnunar. Með því að stofna flulltrúaráð með breiðri aðild breikkaði þessi aðkoma og áhrif, skoðanir og sjónarmið kæmu víðar að. Nú hefði mátt halda að stjórn Klassís og stéttarfélögin sex myndu fagna þessari breytingu en það varð aldeilis ekki. Þessu var mætt með upphrópunum og reiði og klögun til menntamálaráðherra auk breiðsíðna í blöðum. Og fyrir því var ástæða. Skömmu eftir að þessi breyting komst í ferli smöluðu tveir söngvarar fylgjendum sínum á aðalfund Vinafélagsins og tókst að fella formann og stjórn. Tekið skal fram að Vinafélagið var vettvangur áhugafólks um Íslensku óperuna en ekki fagfólks. Söngvararnir tveir gerðu síðan tilkall í nafni Vinafélagsins til tveggja stjórnarsæta hjá ÍÓ og að þeir sem þar sátu fyrir skyldu víkja. Þeir höfðu verið kjörnir til tveggja ára og ákváðu að sitja út tímann enda hafði enginn vald til að reka þá úr stjórninni auk þess sem tilnefningar færðust frá Vinafélaginu til nýs fulltrúaráðs. Félagstökufólkið hafði ekki vandað undirbúninginn og láðst að kynna sér málin og þar með var áhuginn á Vinafélaginu horfinn. Síðan hefur lítið verið af Vinafélaginu að frétta og fáir vita um örlög sjóðs félagsins, sem ætlaður var til stuðnings verkefna á vegum ÍÓ. Gjaldkeri Klassís gæti ef til vill kynnt sér nánar hvað um sjóðinn varð enda ekki langt að fara. Að breiðsíða söngvara hafi stutt þessa klaufalegu og að mínum dómi siðspilltu aðför að Vinaféaginu er mér til efs. En sem dæmi um ólundina þá hafa hvorki Vinafélagið né Klassís skipað sína þrjá fulltrúa í fulltrúaráðið og reynt þannig að gera það ill starfshæft og veikt um leið eigin áhrif. Önnur gagnrýni kom frá þessum stéttarfélögum en hún reyndist í flestu órökstudd og var svarað með greinargerðum til ráðuneytisins. Ég er ekki viss um að þessi erindi stéttarfélaganna muni eldast vel. Og enn heldur Andri Björn áfram að dylgja og segir að margir hafi verið "ósáttir við hvernig staðið var að skipun núverandi óperustjóra" fyrir átta árum án þess að segja meira. Gróa gamla á Leiti hefði ekki getað gert þetta betur - ólygin sagði mér, þið munið. Ég kannast vissulega við að einstaklingar sem sóttu um stöðu óperustjóra fyrir átta árum, eða áttu maka eða einhvern nærstæðan meðal umsækjenda sem fengu ekki, urðu ósáttir og hafa látið reiði sína bitna á Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra. Einn skrifaði bréf til klassískra söngvara og óskaði eftir sögum um óperustjórann sem hann bauðst til koma á framfæri við fjölmiðla. Steinunn hafði auðvitað ekkert með sína ráðningu að gera. Það gerði virt ráðningafyrirtæki og þáverandi stjórn sem í sátu m.a. tveir óperusöngvarar, en enginn núverandi stjórnarmanna var í þessari stjórn. Þáverandi stjórn hefur væntanlega ráðið þann sem hún taldi best fallinn í hlutverkið en hafi einhver vitneskju um að önnur sjónarmið hafi ráðið för ætti hann að skýra frá í stað þess að sá fræjum tortryggni með hálfkveðnum vísum. Andra Birni finnst aumt hvað lítið hefur verið sýnt af óperum "frá því núverandi stjórn tók við árið 2015". Núverandi stjórn tók hins vegar ekki við 2015 heldur síðar né ákveður hún verkefni. Pillan er líklega ætluð Steinunni Birnu sem ráðin var óperustjóri 2015. Telur hann að á starfstíma Steinunnar ættu óperuuppfærslur að hafa orðið 16 mínus 3 til 4 vegna covid áhrifa. Þar slær hann naglann á höfuðið því þær urðu tólf og sú þrettánda á leiðinni. Ég leyfi mér að telja með Valkyrjurnar sem voru tilbúnar til flutnings en var tvívegis frestað og svo blásnar af vegna covid og La Boheme sem einnig var blásin af vegna niðurskurðar á framlögum ríkisins. En gleymum ekki að sterkt samhengi er á milli sýninga og fjárframlaga. Stærri verkefni á lista Steinunnar eru reyndar 20 auk fjölda minni verkefna og tónleika. Ef Andri Björn vill vera sanngjarn sér hann að mikið hefur fengist fyrir takmarkað fá. Andri Björn nefnir umræður í kjölfar dóms Landsréttar í deilumáli Þóru Einarsdóttur og ÍÓ og umræðna um menningar brottnám í sambandi við sýningu á Butterfly sem áfellisdóma yfir ÍÓ. Í báðum tilfellum er um að ræða eðlilegar og nauðsynlegar umræður. Í siðuðum samfélögum er það hlutverk dómstóla að leysa úr ágreiningi verði hann ekki leystur með venjulegum samtölum. Þóra og ÍÓ urðu ósammála og Þóra leitaði til dómstóla og vann í Landsrétti eftir að hafa tapað í héraðsdómi. Málið varð þannig leitt til lykta og Óperan ákvað að aðhafast ekki meir og stóð skil á þeim greiðslum sem ágreiningur var um. Sjónarmið stjórnar ÍÓ voru ekki sprottin af illum hug til Þóru, eins og sumir gefa til kynna, heldur skyldunni að fara vel með annara manna fé. Það er eðlilegt að gagnrýna stjórn ÍÓ fyrir þessa afstöðu og þar kann margt að vera rétt. En að niðurstöðu fenginni á fólk að geta haldið áfram og læra af því liðna í stað þess að festast í því liðna. Það höfum við reynt og ég get fullyrt að innan ÍÓ ber enginn kala til Þóru frekar en annara íslenskra söngvara. Andri Björn gerir mikið úr gagnrýni á sýninguna á Madama Butterfly og að þar hafi verið stundað menningarnám. Þessi gagnrýni kom aðallega frá fólki sem ekki hafði séð sýninguna og var jafnvel statt í öðrum löndum. Þó að leikstjóri og listrænn stjórnandi hefðu vandað vel til verka hvað þetta varðaði og voru vel meðvituð um viðkvæmni málsins var gagnrýnin strax tekin alvarlega. Samtöl voru við mótmælendur fyrir framan Hörpu, fundur haldinn með forystumönnum þeirra. Þegar leið á fjaraði gagnrýnin út og miðasala varð langt umfram væntingar. Íslenskur almenningur og um 700 erlendir ferðamenn kusu þannig með greiðslukortunum og fagnaðarlæti í lok hverrar sýningar voru þannig að þak Eldborgar hefði rokið af væri það ekki svo vel skrúfað á. En umræðan var góð og nauðsynleg og ekkert við hana að athuga. Andri Björn hlakkar til stofnunar Þjóðaróperu og upplýsir okkur um að það verkefni hafi verið í undirbúningi frá árinu 2017 og að sviðsmyndir ásamt fjárhagsgreiningu liggi fyrir hjá Menningarráðuneytinu. Ekkert af þessu hefur Íslenska óperan séð og hefur ekki með neinum hætti komið að þessum undirbúningi þrátt fyrir að hafa snemma boðið samstarf. ÍÓ hefur ekki lagst gegn stofnun ríkisóperu ef ríkið vill stórauka framlög til óperuflutnings. Margir hafa miklar væntingar til ríkisóperu og Andri Björn nefnir 6-7 uppfærslur á ári og fastráðningu kórs og einsöngvara. Vonandi verður hann ekki fyrir vonbrigðum. Viðfangsefni dagsins er hins vegar að sjá til að samfella verði í flutningi ópera fram til þess dags að ríkisópera verði að veruleika hvort sem það verður á árinu 2026 eða síðar. Um þetta er ég sammála Sigurlaugu Knudsen Stefánsdóttur, félagsfundi Klassík og þeim söngvurum sem hafa skrifað undir slíka áskorun til menningarráðherra. Ég trúi ekki öðru en að fullur samhljómur sé á milli ofangreindra og stjórnar Klassís þótt lesa megi annað úr grein Andra Björns. Höfundur er fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég hef reynt að halda mig til hlés í þeirri umræðu, sem sums staðar hefur fengið samheitið "gagnrýni á Íslensku óperuna" þótt um tvenns konar gagnrýni sé að ræða. Annars vegar er eðlileg, málefnaleg og nauðsynleg gagnrýni sem hefur fengið umræðu eins og hún tíðkast í opnu menningarsamfélagi. Sú umræða hefur haft sinn gang án þess að ég telji mig þurfa að taka opinberlega þátt. Dæmi um þetta er málshöfðun Þóru Einarsdóttur á hendur Íslensku óperunni (ÍÓ) og hins vegar gagnrýni á hugsanlegt menningarnám í uppsetningu ÍÓ á Madama Butterfly. Hvort tveggja þurfti að ræða út frá öllum hliðum málefninu til gagns. Hins vegar er gagnrýni sem erfitt hefur verið að henda reiður á og á að mínum dómi meira skylt við persónulegar árásir, dylgjur og einelti og ég hef hingað til frábeðið mér þátttöku í þeirri umræðu. Gjaldkeri stéttarfélags klassískra söngvara, Klassis, Andri Björn Róbertsson, skrifaði 26. september sl grein sem svar við ágætri og málefnalegri grein Sigurlaugar Knudsen Stefánsdóttur, þar sem hún lýsti áhyggjum af framtíð óperuflutnings í ferlinu í átt til ríkisrekinnar stofnunnar. Andri Björn deilir ekki þeim áhyggjum og virðist telja að frumskyldur óperufólks séu við sjálft sig en ekki það fólk sem hefur áhuga á að sjá og hlusta. Án þeirra væri þó engin ópera. Í leiðinni ákveður Andri Björn að taka Íslensku óperuna í karphúsið og beitir helst gamalreyndri aðferð úr óperumbókmenntum, að gefa í skyn, tortryggja og fullyrða án frekari rökstuðnings og þar sem hann nefnir mig, gerir mér upp skoðun og snýr út úr, tel ég mig ekki geta orða bundist. Að ég skuli hafa vísað til þeirra "sem hafa haldið uppi gagnrýni á Íslensku óperuna (ÍÓ) sem nokkurra óánægðra einsöngvara" og bætt við "sem fá bara ekkert að syngja" er rangt. Hér er dylgjað, gefið í skyn til að sá fræjum tortryggni, nokkuð sem einkennt hefur margt sem komið hefur frá stjórn Klassís. Hvort mikill meirihluti félagsmanna Klassis styður gagnrýni stjórnar félagsins eins og Andri Björn segir hefur hann auðvitað enga hugmynd um þótt hann haldi sig heyra það úr sínum bergmálshelli. Andri Björn segir sex fag-og stéttarfélög hafa lagst á sveif með stjórn Klassís m.a. í gagnrýni á breytingar á samþykktum ÍÓ sem fólu í sér að tilnefningar á fólki í stjórn ÍÓ færðist frá Vinafélagi Íslensku óperunnar til fulltrúaráðs ÍÓ. Með þessu vildi stjórn ÍÓ breikka aðkomu að stofnuninni. Hún áleit að með því að takmarka beina aðkomu að ÍÓ við Vinafélagið væri hún of þröng og leiddi til stöðnunar. Með því að stofna flulltrúaráð með breiðri aðild breikkaði þessi aðkoma og áhrif, skoðanir og sjónarmið kæmu víðar að. Nú hefði mátt halda að stjórn Klassís og stéttarfélögin sex myndu fagna þessari breytingu en það varð aldeilis ekki. Þessu var mætt með upphrópunum og reiði og klögun til menntamálaráðherra auk breiðsíðna í blöðum. Og fyrir því var ástæða. Skömmu eftir að þessi breyting komst í ferli smöluðu tveir söngvarar fylgjendum sínum á aðalfund Vinafélagsins og tókst að fella formann og stjórn. Tekið skal fram að Vinafélagið var vettvangur áhugafólks um Íslensku óperuna en ekki fagfólks. Söngvararnir tveir gerðu síðan tilkall í nafni Vinafélagsins til tveggja stjórnarsæta hjá ÍÓ og að þeir sem þar sátu fyrir skyldu víkja. Þeir höfðu verið kjörnir til tveggja ára og ákváðu að sitja út tímann enda hafði enginn vald til að reka þá úr stjórninni auk þess sem tilnefningar færðust frá Vinafélaginu til nýs fulltrúaráðs. Félagstökufólkið hafði ekki vandað undirbúninginn og láðst að kynna sér málin og þar með var áhuginn á Vinafélaginu horfinn. Síðan hefur lítið verið af Vinafélaginu að frétta og fáir vita um örlög sjóðs félagsins, sem ætlaður var til stuðnings verkefna á vegum ÍÓ. Gjaldkeri Klassís gæti ef til vill kynnt sér nánar hvað um sjóðinn varð enda ekki langt að fara. Að breiðsíða söngvara hafi stutt þessa klaufalegu og að mínum dómi siðspilltu aðför að Vinaféaginu er mér til efs. En sem dæmi um ólundina þá hafa hvorki Vinafélagið né Klassís skipað sína þrjá fulltrúa í fulltrúaráðið og reynt þannig að gera það ill starfshæft og veikt um leið eigin áhrif. Önnur gagnrýni kom frá þessum stéttarfélögum en hún reyndist í flestu órökstudd og var svarað með greinargerðum til ráðuneytisins. Ég er ekki viss um að þessi erindi stéttarfélaganna muni eldast vel. Og enn heldur Andri Björn áfram að dylgja og segir að margir hafi verið "ósáttir við hvernig staðið var að skipun núverandi óperustjóra" fyrir átta árum án þess að segja meira. Gróa gamla á Leiti hefði ekki getað gert þetta betur - ólygin sagði mér, þið munið. Ég kannast vissulega við að einstaklingar sem sóttu um stöðu óperustjóra fyrir átta árum, eða áttu maka eða einhvern nærstæðan meðal umsækjenda sem fengu ekki, urðu ósáttir og hafa látið reiði sína bitna á Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra. Einn skrifaði bréf til klassískra söngvara og óskaði eftir sögum um óperustjórann sem hann bauðst til koma á framfæri við fjölmiðla. Steinunn hafði auðvitað ekkert með sína ráðningu að gera. Það gerði virt ráðningafyrirtæki og þáverandi stjórn sem í sátu m.a. tveir óperusöngvarar, en enginn núverandi stjórnarmanna var í þessari stjórn. Þáverandi stjórn hefur væntanlega ráðið þann sem hún taldi best fallinn í hlutverkið en hafi einhver vitneskju um að önnur sjónarmið hafi ráðið för ætti hann að skýra frá í stað þess að sá fræjum tortryggni með hálfkveðnum vísum. Andra Birni finnst aumt hvað lítið hefur verið sýnt af óperum "frá því núverandi stjórn tók við árið 2015". Núverandi stjórn tók hins vegar ekki við 2015 heldur síðar né ákveður hún verkefni. Pillan er líklega ætluð Steinunni Birnu sem ráðin var óperustjóri 2015. Telur hann að á starfstíma Steinunnar ættu óperuuppfærslur að hafa orðið 16 mínus 3 til 4 vegna covid áhrifa. Þar slær hann naglann á höfuðið því þær urðu tólf og sú þrettánda á leiðinni. Ég leyfi mér að telja með Valkyrjurnar sem voru tilbúnar til flutnings en var tvívegis frestað og svo blásnar af vegna covid og La Boheme sem einnig var blásin af vegna niðurskurðar á framlögum ríkisins. En gleymum ekki að sterkt samhengi er á milli sýninga og fjárframlaga. Stærri verkefni á lista Steinunnar eru reyndar 20 auk fjölda minni verkefna og tónleika. Ef Andri Björn vill vera sanngjarn sér hann að mikið hefur fengist fyrir takmarkað fá. Andri Björn nefnir umræður í kjölfar dóms Landsréttar í deilumáli Þóru Einarsdóttur og ÍÓ og umræðna um menningar brottnám í sambandi við sýningu á Butterfly sem áfellisdóma yfir ÍÓ. Í báðum tilfellum er um að ræða eðlilegar og nauðsynlegar umræður. Í siðuðum samfélögum er það hlutverk dómstóla að leysa úr ágreiningi verði hann ekki leystur með venjulegum samtölum. Þóra og ÍÓ urðu ósammála og Þóra leitaði til dómstóla og vann í Landsrétti eftir að hafa tapað í héraðsdómi. Málið varð þannig leitt til lykta og Óperan ákvað að aðhafast ekki meir og stóð skil á þeim greiðslum sem ágreiningur var um. Sjónarmið stjórnar ÍÓ voru ekki sprottin af illum hug til Þóru, eins og sumir gefa til kynna, heldur skyldunni að fara vel með annara manna fé. Það er eðlilegt að gagnrýna stjórn ÍÓ fyrir þessa afstöðu og þar kann margt að vera rétt. En að niðurstöðu fenginni á fólk að geta haldið áfram og læra af því liðna í stað þess að festast í því liðna. Það höfum við reynt og ég get fullyrt að innan ÍÓ ber enginn kala til Þóru frekar en annara íslenskra söngvara. Andri Björn gerir mikið úr gagnrýni á sýninguna á Madama Butterfly og að þar hafi verið stundað menningarnám. Þessi gagnrýni kom aðallega frá fólki sem ekki hafði séð sýninguna og var jafnvel statt í öðrum löndum. Þó að leikstjóri og listrænn stjórnandi hefðu vandað vel til verka hvað þetta varðaði og voru vel meðvituð um viðkvæmni málsins var gagnrýnin strax tekin alvarlega. Samtöl voru við mótmælendur fyrir framan Hörpu, fundur haldinn með forystumönnum þeirra. Þegar leið á fjaraði gagnrýnin út og miðasala varð langt umfram væntingar. Íslenskur almenningur og um 700 erlendir ferðamenn kusu þannig með greiðslukortunum og fagnaðarlæti í lok hverrar sýningar voru þannig að þak Eldborgar hefði rokið af væri það ekki svo vel skrúfað á. En umræðan var góð og nauðsynleg og ekkert við hana að athuga. Andri Björn hlakkar til stofnunar Þjóðaróperu og upplýsir okkur um að það verkefni hafi verið í undirbúningi frá árinu 2017 og að sviðsmyndir ásamt fjárhagsgreiningu liggi fyrir hjá Menningarráðuneytinu. Ekkert af þessu hefur Íslenska óperan séð og hefur ekki með neinum hætti komið að þessum undirbúningi þrátt fyrir að hafa snemma boðið samstarf. ÍÓ hefur ekki lagst gegn stofnun ríkisóperu ef ríkið vill stórauka framlög til óperuflutnings. Margir hafa miklar væntingar til ríkisóperu og Andri Björn nefnir 6-7 uppfærslur á ári og fastráðningu kórs og einsöngvara. Vonandi verður hann ekki fyrir vonbrigðum. Viðfangsefni dagsins er hins vegar að sjá til að samfella verði í flutningi ópera fram til þess dags að ríkisópera verði að veruleika hvort sem það verður á árinu 2026 eða síðar. Um þetta er ég sammála Sigurlaugu Knudsen Stefánsdóttur, félagsfundi Klassík og þeim söngvurum sem hafa skrifað undir slíka áskorun til menningarráðherra. Ég trúi ekki öðru en að fullur samhljómur sé á milli ofangreindra og stjórnar Klassís þótt lesa megi annað úr grein Andra Björns. Höfundur er fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun