Fótbolti

Atlético kom til baka gegn Cá­diz

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nahuel Molina fagnar með Angel Correa.
Nahuel Molina fagnar með Angel Correa. David S.Bustamante/Getty Images

Atlético Madríd kom til baka eftir að lenda 0-2 undir gegn Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla, í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-2 Atlético í vil.

Lucas Pires kom gestunum einkar óvænt yfir á 12. mínútu. Aðeins stundarfjórðung síðar komust gestirnir í 2-0 þökk sé marki Roger Marti. Angel Correa minnkaði muninn fyrir heimamenn skömmu síðar og staðan 1-2 í hálfleik.

Nahuel Molina jafnaði strax í upphafi síðari hálfleiks og þá var aðeins spurning hvenær sigurmarkið kæmi. Það kom á 66. mínútu leiksins þegar Correa skoraði annað mark sitt í leiknum.

Mörkin urðu ekki fleiri og leiknum lauk með 3-2 sigri Atlético sem er nú með 16 stig í 4. sæti deildarinnar, fimm minna en topplið Real Madríd. Þá vann Real Betis 3-0 sigur á Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×