Þann 2. janúar síðastliðinn fékk Hamlin hjartaáfall í miðjum leik. Endaði það með því að það þurfti að endurlífga leikmanninn á vellinum.
Hinn 25 ára gamli Hamlin var útskrifaður af spítala 10. janúar og þó Hamlin hafi sagst vonast til að spila fótbolta á ný þá ætlaði hann vissulega að taka því rólega fyrst um sinn.
Hamlin kom við sögu á undirbúningstímabilinu en var ekki í leikmannahóp Bills í fyrstu þremur leikjum NFL-tímabilsins. Vegna meiðsla Jordan Poyer kom Hamlin inn í hópinn og vann Bills einkar öruggan sigur á Dolphins, 48-20.
Damar Hamlin shares the huddle with his teammates before his first regular season game back this season
— ESPN (@espn) October 1, 2023
(via @JeffDarlington) pic.twitter.com/mpcyPjidSA
Bills eru með þrjá sigra og eitt tap að loknum fjórum leikjum. Farið verður yfir endurkomu Hamlin í Lokasókninni sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport á þriðjudagskvöld.