Eltir gamlan draum og lætur skallann ekki stoppa sig Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. september 2023 20:00 Ási skráði sig í hárgreiðslunám og lét gamlan draum verða að veruleika. Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjórnandi Betri Helmingsins, lét gamlan draum rætast þegar hann skráði sig í hárgreiðslunám hjá Hárakademíunni í september. „Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin. Tímamót Hár og förðun Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
„Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin.
Tímamót Hár og förðun Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira