Áttatíu og fimm manna samninganefnd Eflingar vill hefja viðræður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. september 2023 11:45 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fagnar því að félagsmenn hafi áhuga á að móta kröfugerð félagsins. Stöð 2/Arnar Áttatíu og fimm eru í nýrri samninganefnd Eflingar sem fundaði í fyrsta sinn í gær. Félagið ætlar að sækja krónutöluhækkanir í komandi kjaraviðræðum og formaður fagnar því að nýtt fólk sé í brúnni hjá viðsemjendum. Samninganefnd Eflingar í síðustu kjaraviðræðum var sú stærsta sem hefur verið mynduð og sú nýja gefur lítið eftir en í henni sitja áttatíu og fimm félagsmenn. Nefndin fundaði í fyrsta sinn í gærkvöldI og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður segir hana samanstanda af Eflingarfólki í fjölbreyttum störfum. „Við erum auðvitað bara glöð og ánægð að sjá að fólk vill sannarlega taka þátt í því að móta kröfugerð og fara í kjarasamninga fyrir sitt félag,“ segir Sólveig Anna. Síðasta samninganefnd Eflingar vakti mikla athygli en ný nefnd er svipuð að stærð.Vísir/Vilhelm Samningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins rennur út þann 31. janúar. „Ég mun núna strax eftir helgi senda erindi til Samtaka atvinnulífsins og óska eftir því að þau undirriti sem allra fyrst viðræðuáætlun við okkur svo við getum byrjað samtalið.“ Óhætt er að segja að síðustu viðræður hafi gengið brösulega en þáverandi ríkissáttasemjari steig til hliðar í deilunni eftir að hafa lagt fram umdeilda miðlunartillögu sem rataði fyrir dómstóla. Nýskipaður ríkissáttasemjari lagði síðar fram aðra miðlunartillögu sem var að lokum samþykkt. Sólveig vonar að þessar viðræður þróist á annan hátt og að félög innan Alþýðusambandsins geti einnig sameinast um samninga í þágu tekjulágra. „Ég vona líka að Alþýðusambandið geti líka sameinast um það að sækja fram á ríkið með kröfur um að lífskjörum fólks sem þjáist á leigumarkaði verði lyft upp. Svo vona ég auðvitað að Samtök atvinnulífsins komi fram með öðrum hætti og hef fulla trú á að það gerist.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir mun nú í fyrsta sinn koma að viðræðunum fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins en Halldór Benjamín Þorbergsson lét af störfum í vor. Sólveig kveðst ánægð með mannabreytingar hjá ríkissáttasemjara og samtökunum. „Ég er afskaplega glöð með að sjá ný andlit á báðum þessum stöðum,“ segir Sólveig. Efling muni fara fram á krónutöluhækkanir og langtímasamning. „Og við setjum fram kröfu um að stjórnvöld bregðist við þeirri húsnæðiskrísu sem er að rústa lífi félagsfólks Eflingar á hverjum degi.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samninganefnd Eflingar í síðustu kjaraviðræðum var sú stærsta sem hefur verið mynduð og sú nýja gefur lítið eftir en í henni sitja áttatíu og fimm félagsmenn. Nefndin fundaði í fyrsta sinn í gærkvöldI og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður segir hana samanstanda af Eflingarfólki í fjölbreyttum störfum. „Við erum auðvitað bara glöð og ánægð að sjá að fólk vill sannarlega taka þátt í því að móta kröfugerð og fara í kjarasamninga fyrir sitt félag,“ segir Sólveig Anna. Síðasta samninganefnd Eflingar vakti mikla athygli en ný nefnd er svipuð að stærð.Vísir/Vilhelm Samningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins rennur út þann 31. janúar. „Ég mun núna strax eftir helgi senda erindi til Samtaka atvinnulífsins og óska eftir því að þau undirriti sem allra fyrst viðræðuáætlun við okkur svo við getum byrjað samtalið.“ Óhætt er að segja að síðustu viðræður hafi gengið brösulega en þáverandi ríkissáttasemjari steig til hliðar í deilunni eftir að hafa lagt fram umdeilda miðlunartillögu sem rataði fyrir dómstóla. Nýskipaður ríkissáttasemjari lagði síðar fram aðra miðlunartillögu sem var að lokum samþykkt. Sólveig vonar að þessar viðræður þróist á annan hátt og að félög innan Alþýðusambandsins geti einnig sameinast um samninga í þágu tekjulágra. „Ég vona líka að Alþýðusambandið geti líka sameinast um það að sækja fram á ríkið með kröfur um að lífskjörum fólks sem þjáist á leigumarkaði verði lyft upp. Svo vona ég auðvitað að Samtök atvinnulífsins komi fram með öðrum hætti og hef fulla trú á að það gerist.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir mun nú í fyrsta sinn koma að viðræðunum fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins en Halldór Benjamín Þorbergsson lét af störfum í vor. Sólveig kveðst ánægð með mannabreytingar hjá ríkissáttasemjara og samtökunum. „Ég er afskaplega glöð með að sjá ný andlit á báðum þessum stöðum,“ segir Sólveig. Efling muni fara fram á krónutöluhækkanir og langtímasamning. „Og við setjum fram kröfu um að stjórnvöld bregðist við þeirri húsnæðiskrísu sem er að rústa lífi félagsfólks Eflingar á hverjum degi.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira