Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. september 2023 13:10 Kobrún Ýr, sem lýsir slæmri reynslu sinni af samskiptum við Livio spyr hvers vegna í ósköpunum það sé fagnaðarefni að fyrirtækið hafi framkvæmd 5000 eggheimtur. Instagram/Aðsend Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. Livio er eina fyrirtækið hérlendis sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum. Í gær birti fyrirtækið færslu á samfélagsmiðlum, mynd af tveimur kökum með kertum. „Fimmþúsundasta meðferðin okkar fór í eggheimtu í dag! Því var fagnað með ljúffengri köku,“ stóð í færslunni. Færslunni var fljótlega eytt enda vakti hún hörð viðbrögð. „Ég get lofað ykkur því að enginn viðskiptavinur þeirra sem hefur farið í hverja meðferðina á eftir annarri er að fagna fjölda meðferða,“ segir Valborg Rut Geirsdóttir, sem deildi færslunni. „Ég verð alltaf jafn svekkt og sár þegar ég fæ það á tilfinninguna að verið sé að fagna óförum annarra á þessu sviði. Og ég játa að mér fannst þessi instagrampóstur virkilega óviðeigandi og ekki til þess að láta einstaklingum í baráttu við ófrjósemi líða betur.“ Hefur sjálf slæma reynslu af Livio Kolbrún Ýr Einarsdóttir er ein þeirra sem einnig gagnrýna færslu Livio. Í færslu á Facebook síðu sinni spyr hún hvers vegna í ósköpunum það sé fagnaðarefni að hafa framkvæmt 5000 sársaukafullar eggheimtur. „Þetta eru rándýrar, erfiðar meðferðir bæði líkamlega og andlega. Af þessum 5000 meðferðum heppnuðust hve margar? Heppnast = þungun og svo lifandi fætt barn. Hversu margar voru einungis blæðandi hjartasár, grátur, örvænting og vonleysi?“ Í samtali við Vísi segist Kolbrún ekki hafa reynslu af því að fara í gegnum meðferð hjá Livio en hafi þrátt fyrir það slæma reynslu af þeirra þjónustu. Hún og maðurinn hennar þurftu á erfðaskimun að halda til að láta greina erðagalla úr fósturvísum þeirra. Rökkvi Þór, sonur, þeirra, lést úr erfðagallanum árið 2015. Kolbrún Ýr ásamt Rökkva Þór, syni sínum sem lést árið 2015.Aðsend Kolbrún og maðurinn hennar fóru í viðtal til Livio þar sem ákveðið var að senda þau til systurfyrirtækis í Svíþjóð þar sem greiningin yrði framkvæmd. Eftir að hafa verið á biðlista í hálft ár fengu þau símtal frá Livio þar sem þeim er tilkynnt að það sé komið að þeim. Send út fyrir mistök „Við drífum okkur að panta flugmiða og förum af stað. En þegar við sitjum á skrifstofu þarna úti og bíðum eftir viðtali kemur maður fram sem er svolítið kindarlegur. Hann spyr hvort við séum „parið frá Íslandi,“ og útskýrir að þau ætli ekki að hjálpa okkur þar sem þau geti ekki greint þennan erfðagalla,“ segir Kolbrún. Í ljós kom að Livio hafði sent þau út fyrir mistök. Þegar Kolbrún hafði samband við fyrirtækið segir hún að afar fálega hafi verið brugðist við og þau hafi ekki fengið neina afsökunarbeiðni. „Þau sögðu bara, ó, leiðinlegt“, og ekkert meira. Þau sendu okkur út fyrir mistök og var svo bara alveg sama.“ Kolbrún segir að fyrir utan kostnaðinn sem fylgdi ferðalaginu, flugi, gistingu og öðru hafi þetta tekið virkilega á. Hún og maðurinn hennar hafi þarna verið nýlega búin að missa son sinn úr þessum erfðasjúkdómi sem átti að skima fyrir og gengið í gegnum erfiða tíma. Vísir fjallaði um sögu Rökkva Þórs í byrjun árs. Kom illa við marga Kolbrún segir færslu Livio í gær hafa stuðað sig mikið. „Þetta fékk illa á margar konur og virkilega lét þeim líða illa. Að þau væru að fagna þessu. Ég fylgi mörgum erlendum stofum og engin af þeim hefur dirfst að setja svona færslu á internetið. Þau fagna fæddum börnum og meðferðum sem heppnast, ekki hversu oft þau hafa stungið konur til þess að ná í egg.“ Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum. Ein sem ég þekki hefur farið í níu meðferðir en á eitt barn. Livio hefur verið talsvert í umræðunni eftir að íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir opnaði sig um erfitt ferli við að verða barnshafandi. Svava leitaði til Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Í kjölfarið á gagnrýninni steig yfirlæknir Livio fram og sagði reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær yrðu notaðar sem hvati til að gera betur. Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Livio er eina fyrirtækið hérlendis sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum. Í gær birti fyrirtækið færslu á samfélagsmiðlum, mynd af tveimur kökum með kertum. „Fimmþúsundasta meðferðin okkar fór í eggheimtu í dag! Því var fagnað með ljúffengri köku,“ stóð í færslunni. Færslunni var fljótlega eytt enda vakti hún hörð viðbrögð. „Ég get lofað ykkur því að enginn viðskiptavinur þeirra sem hefur farið í hverja meðferðina á eftir annarri er að fagna fjölda meðferða,“ segir Valborg Rut Geirsdóttir, sem deildi færslunni. „Ég verð alltaf jafn svekkt og sár þegar ég fæ það á tilfinninguna að verið sé að fagna óförum annarra á þessu sviði. Og ég játa að mér fannst þessi instagrampóstur virkilega óviðeigandi og ekki til þess að láta einstaklingum í baráttu við ófrjósemi líða betur.“ Hefur sjálf slæma reynslu af Livio Kolbrún Ýr Einarsdóttir er ein þeirra sem einnig gagnrýna færslu Livio. Í færslu á Facebook síðu sinni spyr hún hvers vegna í ósköpunum það sé fagnaðarefni að hafa framkvæmt 5000 sársaukafullar eggheimtur. „Þetta eru rándýrar, erfiðar meðferðir bæði líkamlega og andlega. Af þessum 5000 meðferðum heppnuðust hve margar? Heppnast = þungun og svo lifandi fætt barn. Hversu margar voru einungis blæðandi hjartasár, grátur, örvænting og vonleysi?“ Í samtali við Vísi segist Kolbrún ekki hafa reynslu af því að fara í gegnum meðferð hjá Livio en hafi þrátt fyrir það slæma reynslu af þeirra þjónustu. Hún og maðurinn hennar þurftu á erfðaskimun að halda til að láta greina erðagalla úr fósturvísum þeirra. Rökkvi Þór, sonur, þeirra, lést úr erfðagallanum árið 2015. Kolbrún Ýr ásamt Rökkva Þór, syni sínum sem lést árið 2015.Aðsend Kolbrún og maðurinn hennar fóru í viðtal til Livio þar sem ákveðið var að senda þau til systurfyrirtækis í Svíþjóð þar sem greiningin yrði framkvæmd. Eftir að hafa verið á biðlista í hálft ár fengu þau símtal frá Livio þar sem þeim er tilkynnt að það sé komið að þeim. Send út fyrir mistök „Við drífum okkur að panta flugmiða og förum af stað. En þegar við sitjum á skrifstofu þarna úti og bíðum eftir viðtali kemur maður fram sem er svolítið kindarlegur. Hann spyr hvort við séum „parið frá Íslandi,“ og útskýrir að þau ætli ekki að hjálpa okkur þar sem þau geti ekki greint þennan erfðagalla,“ segir Kolbrún. Í ljós kom að Livio hafði sent þau út fyrir mistök. Þegar Kolbrún hafði samband við fyrirtækið segir hún að afar fálega hafi verið brugðist við og þau hafi ekki fengið neina afsökunarbeiðni. „Þau sögðu bara, ó, leiðinlegt“, og ekkert meira. Þau sendu okkur út fyrir mistök og var svo bara alveg sama.“ Kolbrún segir að fyrir utan kostnaðinn sem fylgdi ferðalaginu, flugi, gistingu og öðru hafi þetta tekið virkilega á. Hún og maðurinn hennar hafi þarna verið nýlega búin að missa son sinn úr þessum erfðasjúkdómi sem átti að skima fyrir og gengið í gegnum erfiða tíma. Vísir fjallaði um sögu Rökkva Þórs í byrjun árs. Kom illa við marga Kolbrún segir færslu Livio í gær hafa stuðað sig mikið. „Þetta fékk illa á margar konur og virkilega lét þeim líða illa. Að þau væru að fagna þessu. Ég fylgi mörgum erlendum stofum og engin af þeim hefur dirfst að setja svona færslu á internetið. Þau fagna fæddum börnum og meðferðum sem heppnast, ekki hversu oft þau hafa stungið konur til þess að ná í egg.“ Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum. Ein sem ég þekki hefur farið í níu meðferðir en á eitt barn. Livio hefur verið talsvert í umræðunni eftir að íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir opnaði sig um erfitt ferli við að verða barnshafandi. Svava leitaði til Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Í kjölfarið á gagnrýninni steig yfirlæknir Livio fram og sagði reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær yrðu notaðar sem hvati til að gera betur.
Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira