Bodö mætti Vålerenga í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær en í stöðunni 2-2 skoraði Moumbagna markið umtalaða. Hann kom Bodö 3-2 yfir með magnaðri klippu sem söng í netinu. Bodö bætti við einu marki enn í lokin, vann 4-2 sigur og er komið í bikarúrslit.
Liðsfélagar Moumbagna vissu varla hvað á sig stóð veðrið og fórnuðu flestir höndum eftir þetta magnaða mark. Andstæðingarnir gátu þá vart annað en lofað markið einnig.
„Ég hef aldrei séð fallegra mark, að ég held,“ segir Christian Borchgrevink, leikmaður Vålerenga.
„Það er ekki annað hægt en að taka hatt sinn ofan, en hann er samt hátt með fótinn og þetta er háskaleikur,“ grínaðist þjálfari Vålerenga Geir Bakke eftir leik.
HVA I ALLE DAGER? @Glimt pic.twitter.com/MOGnJas5Z7
— TV 2 Sport (@tv2sport) September 28, 2023
„Ég vissi ekki að hann gæti þetta. Það var algjörlega sturlað að verða vitni að þessu,“ sagði Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö.
Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 sem sýndi leikinn, sparaði þá ekki stóru orðin.
„Þetta er fallegasta mark sem skorað hefur verið á norskri grundu, nokkurn tímann. Þetta er eitt sjúkasta mark sem ég hef séð á ævinni.“
Moumbagna kom til Bodö frá Kristiansund, félagi Brynjólfs Andersen Willumssonar, fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur farið afar vel af stað og skorað 13 mörk í 20 deildarleikjum.
Markið má sjá í tístinu að ofan en má einnig sjá á heimasíðu TV2 hér.