„Það er gaman að vinna Breiðablik“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. september 2023 21:54 Hólmar Örn Eyjólfsson segir það extra sætt að vinna Breiðablik. Vísir/Diego Valsmenn tryggðu sér í kvöld annað sæti Bestu deildarinnar með sigri á Breiðablik. Lokatölur 4-2 á Hlíðarenda í fjörugum leik. Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Fleiri fréttir Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08