Þáttastjórnendur mega tjá sig um mál en ekki taka pólitíska afstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 11:17 Lineker var gagnrýndur af stjórnvöldum en naut mikils stuðnings á samfélagsmiðlum. epa/Neil Hall Stjórnendur „flaggskipa“ BBC ættu að mega tjá skoðanir sínar á málefnum og stefnumótun opinberlega en ekki taka pólitíska afstöðu segir í nýrri skýrslu BBC. Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Ráðist var í endurskoðun siðareglna starfsmanna breska ríkisfjölmiðilsins eftir umdeildar samfélagsmiðlafærslur Gary Lineker, þáttastjórnanda Match of the Day. Knattspyrnuþátturinn er meðal þeirra þáttaraða sem teljast til flaggskipa BBC en meðal annarra má nefna Antiques Roadshow, Top Gear, Masterchef, Strictly Come Dancing, Dragon's Den, The Apprentice og ýmsa útvarpsþætti. Þáttastjórnendur munu verða að gangast undir það að virða hlutlægni BBC en nýjar reglur munu taka mið af þeirri staðreynd að þeir njóta engu að síður tjáningarfrelsis. Þannig verður stjórnendum bannað að styðja eða gagnrýna stjórnmálaflokka á meðan þættirnir eru í sýningu og að gagnrýna stjórnmálamenn persónulega. Þá mega þeir ekki tjá sig um hitamál í aðdraganda kosninga né taka að sér að tala fyrir hagsmunahóp. Deilur um tjáningu þáttastjórnenda BBC á opinberum vettvangi brutust út eftir að Lineker sagði á samfélagsmiðlum í mars síðastliðnum að orðræða stjórnvalda um nýja stefnumörkun í málefnum hælisleitenda væri ekki ólík þeirri sem hefði verið viðhöfð í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina. Ummæli Lineker voru gagnrýnd af ráðherrum og fleirum innan stjórnkerfisins en fagnað af öðrum. Stjórnendur BBC sögðu Lineker hafa brotið gegn reglum og tóku hann úr loftinu en hann fékk að snúa aftur viku seinna, þegar tilkynnt var að miðillinn hygðist ráðast í endurskoðun á „gráum svæðum“ regla sinna. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira