Fann mannakúk í regnhlíf í bílnum sínum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 10:47 Einhver hefur laumast inn í gamlan bíl sem stóð fyrir utan heimili Valbjörns á Eskifirði, og gert þar þarfir sínar í regnhlíf. Valbjörn Júlíus Þorláksson Íbúi á Eskifirði fann heldur ókræsilegan glaðning í bifreið sinni seinnipartinn í gær. Einhver hafði laumast inn í bílinn, kúkað í regnhlíf og haldið á brott. Regnhlífin var skilin eftir í aftursæti bifreiðarinnar. Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér. Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér.
Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09