„Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 18:58 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira