Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 21:35 Björgunarsveitarfólk hefur skorðað dýrið af þannig að það velti ekki á hliðina á grynningunum. Arianne Gähwiller Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. „Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið. Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir áreksturinn Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
„Í raun eru nokkrir dagar síðan hans varð fyrst vart, en það hefur ekki borið mikið á honum þar sem hann er næstum því í kafi,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Hér má sjá háhyrninginn sem strandaði í Gilsfirði fyrir helgi og hefur nú verið bjargað. Talið er að hann sé úr sama hópi og dýrið sem nú er fast í firðinum.SJÖFN SÆMUNDSDÓTTIR „Hann er með blástursopið upp fyrir yfirborð vatnsins, þannig að það hefur ekki farið mjög illa um hann en hann er þrjá og hálfan kílómetra austan brúar. Þar gætir nánast ekki flóðs og fjöru, en það gætir hins vegar stórstreymis og lágstreymis. Því miður þá eru brúin og vegurinn hönnuð þannig að á hástreymisflóði er nóg vatn undir brúnni til að hvalir geti synt undir en á lágstreymisflóði- og fjöru, þá fer þarna ekki nokkur hvalur heldur eru þetta bara steinaflúðir,“ segir Þóra. Ekki sé um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku, og var bjargað á laugardag. „Þau hafa mögulega verið saman á ferðalagi. Annað hefur strandað vestan við brúna, þetta sem var hjálpað út, en þetta dýr hefur farið undir brúna og lokast þar inni.“ Eins sé mögulegt að fleiri dýr hafi tilheyrt hópnum. „Rétt fyrir utan fjörðinn sást til sjö dýra skömmu áður. Við heyrðum líka af því að einhver hefði séð sporð inni í firði, en það hefur ekki fengist staðfest. Það var leitað í kringum allan fjörðinn, lögregla og björgunarsveitir fóru strax á laugardag og það fannst bara þetta eina dýr til viðbótar,“ segir Þóra. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. „Í morgun barst tilkynning um að dýrið hefði lagst á aðra hliðina, og það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ segir Þóra. Bændur hafi reist dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal hafi mætt á svæðið og stutt við það með staurum. Nú síðdegis hafi líffræðingur með sérþekkingu á hvölum mætt á svæðið ásamt björgunarsveitarmönnum, með það markmið að skorða dýrið þannig að blástursopið haldist fyrir ofan vatnsborðið. „Það er í undirbúningi að fara í stærri aðgerð á morgun. Þetta er mikil áskorun, því það stendur til að fleyta dýrinu upp á dúk með lyftikútum sem Landhelgisgæslan hefur lagt til, og draga það rólega á þessum búnaði út fjörðinn og undir brú. En þá verður að sæta lagi og hitta á háflóð.“ Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Átt þú myndir eða myndbönd af háhyrningnum í Gilsfirði? Endilega sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is . Fullum trúnaði er heitið.
Hvalir Reykhólahreppur Dýraheilbrigði Dýr Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir áreksturinn Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira