Innherji

Banda­rískur sjóða­stýringar­risi vill fjár­festa í Car­b­fix fyrir milljarða

Hörður Ægisson skrifar
Núverandi hreinsistöð Carbfix á Hellisheiði sem var tekin í gagnið árið 2014 fangar um 30 prósent koltvísýrings og 75 prósent brennisteinsvetni frá virkjuninni.
Núverandi hreinsistöð Carbfix á Hellisheiði sem var tekin í gagnið árið 2014 fangar um 30 prósent koltvísýrings og 75 prósent brennisteinsvetni frá virkjuninni.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að undirgangast tiltekna skilmála vegna tilboðs bandaríska sjóðastýringarfélagsins Stonepeak, einn stærsti innviðafjárfestir heims, um möguleg kaup á nýjum hlutum í fyrirtækinu Carbfix. Erlendir fjárfestar gætu lagt félaginu, sem hefur hannað tæknilausn sem bindur koltvísýring varanlega í bergi, til marga milljarða króna í aukið hlutafé til að standa straum að uppbyggingu þess á komandi árum.


Tengdar fréttir

Tvö dótturfélög Orkuveitunnar ætla að sækja 50 milljarða í nýtt hlutafé

Tvö dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, Ljósleiðarinn og Carbfix, áforma að sækja sér samanlagt um 50 milljarða króna í nýtt hlutafé á næsta ári til að standa undir þeim miklu fjárfestingum sem eru boðaðar. Áætlanir gera ráð fyrir að sú hlutafjáraukning verði að minnsta kosti að hluta til með aðkomu annarra fjárfesta en OR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×