Innlent

Raf­magns­laust á Suður­lands­braut og í Faxa­feni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rafmagnslaust er á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Óvíst er hvort kvöldfréttatími kl. 18:30 fari í loftið á réttum tíma.
Rafmagnslaust er á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Óvíst er hvort kvöldfréttatími kl. 18:30 fari í loftið á réttum tíma. Vísir/Kolbeinn Tumi

Raf­magns­laust varð á Suður­lands­braut og í Faxa­feni í Reykja­vík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Breka Loga­syni, upp­lýsinga­full­trúa Orku­veitu Reykja­víkur, var um að ræða há­spennu­bilun.

Hann sagði ó­mögu­legt að segja til um hve lengi sú við­gerð muni taka. Viðgerðin tók rúma klukkustund og komst rafmagn aftur á klukkan 19:10. 

Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2 og Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva í rekstri Sýn. Tafir hafa orðið á útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysisins.

Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rafmagn er aftur komið á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×