„Ég mun líta í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 18:26 Daniej Dejan Djuric fagnar hér í leik með Víkingum. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga var byrjaður að hlakka til að tryggja sér Íslandsbikarinn á Kópavogsvelli gegn Blikum á morgun. Svo verður ekki því titillinn er í höfn eftir jafntefli KR og Vals í dag. Valsmenn geta nú ekki lengur náð Víkingum á toppnum. „Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
„Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira