Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 18:27 Úlfur Arnar sést hér hægra megin. mynd/Fjölnir Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar. “Gríðarlegt svekkelsi að vera dottnir út, við ætluðum okkur upp úr þessari deild og vorum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að ná þeim markmiðum en því miður náum við þeim ekki“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis strax að leik loknum. Fjölnir byrjaði leikinn á afturfótunum og gekk illa að spila boltanum á milli sínum í fyrri hálfleiknum. Þeir lentu svo marki undir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þeim tókst þó að snúa gengi sínu við í seinni hálfleiknum. „Við vorum bara lélegir í fyrri hálfleik. Náðum ekki upp okkur spili og fáum á okkur klaufalegt mark. En mér fannst eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Fjölnir jafnaði leikinn og Vestri missti mann af velli, gæfan var farin að snúast Fjölnismönnum í hag en þá lét Bjarni Þór Hafstein, leikmaður Fjölnis, reka sig útaf og jafnaði leikvöllinn á ný. „Því miður þá bara missir hann hausinn, "moment of madness", hann er manna svekktastur sjálfur að hafa gert það og þetta er náttúrulega mjög klaufalegt. Missum þetta þannig niður í 10 á móti 10 og maður hugsar með sér, hefðum við verið manni fleiri í hálftíma, þá held ég nú að við myndum sigla þessu heim.“ Úlfur segist svekktur út í Bjarna eftir þetta en hefur enn sömu mætur á honum þrátt fyrir það. „Auðvitað er ég svekktur út í hann, en ég skil hann, ég var einu sinni ungur og ég hef gert fullt af mistökum. En maður þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka en Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er mjög stoltur af honum. Ég elska hann alveg jafn mikið og ég elskaði hann í gær.“ Í stöðunni 10 á móti 10 tókst Fjölnismönnum illa að brjóta sig í gegnum þéttan varnarmúr Vestra. „Sköpum kannski ekkert beint en við erum alveg að fá skalla inni í teig og Hákon á skot, Júlli á skot sem fer framhjá, Axel á skot í hliðarnetið. Mér fannst við vera inn í þessu alveg þangað til síðustu svona 3-4 mínúturnar, þá fer svolítið að fjara undan þessu. En hefðum við náð að jafna þetta hefðum við alltaf klárað þetta í framlengingu.“ Úlfur segir að lokum bjarta tíma vera framundan hjá Fjölni. Liðið búi yfir góðum mannauði og hann er spenntur fyrir því að fínpússa hlutina og gera aðra atlögu á næsta tímabili. „Það sem maður getur verið bjartsýnn yfir er að mér finnst ungu strákarnir okkar búnir að vaxa gríðarlega. Við erum spenntir að sjá ungu strákana næsta vetur og leikmennirnir sem við höfum sótt eru á besta aldri. Við mætum bara tvíefldir til leiks, ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og þessi vetur fer bara áfram í að fínpússa. Það er enginn vafi að eftir eitt ár verður þetta viðtal mun skemmtilegra“ sagði hann að lokum. Lengjudeild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
“Gríðarlegt svekkelsi að vera dottnir út, við ætluðum okkur upp úr þessari deild og vorum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að ná þeim markmiðum en því miður náum við þeim ekki“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis strax að leik loknum. Fjölnir byrjaði leikinn á afturfótunum og gekk illa að spila boltanum á milli sínum í fyrri hálfleiknum. Þeir lentu svo marki undir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þeim tókst þó að snúa gengi sínu við í seinni hálfleiknum. „Við vorum bara lélegir í fyrri hálfleik. Náðum ekki upp okkur spili og fáum á okkur klaufalegt mark. En mér fannst eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Fjölnir jafnaði leikinn og Vestri missti mann af velli, gæfan var farin að snúast Fjölnismönnum í hag en þá lét Bjarni Þór Hafstein, leikmaður Fjölnis, reka sig útaf og jafnaði leikvöllinn á ný. „Því miður þá bara missir hann hausinn, "moment of madness", hann er manna svekktastur sjálfur að hafa gert það og þetta er náttúrulega mjög klaufalegt. Missum þetta þannig niður í 10 á móti 10 og maður hugsar með sér, hefðum við verið manni fleiri í hálftíma, þá held ég nú að við myndum sigla þessu heim.“ Úlfur segist svekktur út í Bjarna eftir þetta en hefur enn sömu mætur á honum þrátt fyrir það. „Auðvitað er ég svekktur út í hann, en ég skil hann, ég var einu sinni ungur og ég hef gert fullt af mistökum. En maður þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka en Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er mjög stoltur af honum. Ég elska hann alveg jafn mikið og ég elskaði hann í gær.“ Í stöðunni 10 á móti 10 tókst Fjölnismönnum illa að brjóta sig í gegnum þéttan varnarmúr Vestra. „Sköpum kannski ekkert beint en við erum alveg að fá skalla inni í teig og Hákon á skot, Júlli á skot sem fer framhjá, Axel á skot í hliðarnetið. Mér fannst við vera inn í þessu alveg þangað til síðustu svona 3-4 mínúturnar, þá fer svolítið að fjara undan þessu. En hefðum við náð að jafna þetta hefðum við alltaf klárað þetta í framlengingu.“ Úlfur segir að lokum bjarta tíma vera framundan hjá Fjölni. Liðið búi yfir góðum mannauði og hann er spenntur fyrir því að fínpússa hlutina og gera aðra atlögu á næsta tímabili. „Það sem maður getur verið bjartsýnn yfir er að mér finnst ungu strákarnir okkar búnir að vaxa gríðarlega. Við erum spenntir að sjá ungu strákana næsta vetur og leikmennirnir sem við höfum sótt eru á besta aldri. Við mætum bara tvíefldir til leiks, ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og þessi vetur fer bara áfram í að fínpússa. Það er enginn vafi að eftir eitt ár verður þetta viðtal mun skemmtilegra“ sagði hann að lokum.
Lengjudeild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12
Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50