Samningur við matvælaráðuneytið tilraun SKE til að bregðast við fjárskorti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2023 10:17 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir fjárskort vera að baki umdeildum samningi við matvælaráðuneytið. Vísir/Arnar Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, segir það una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim hf. hafi verið ólögmætar. Hann segir forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið brostnar og málið birtingarmynd fjársveltingar. „Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“ Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13