„Sumir leikmenn þurfa að spila fyrir nýjum samningum“ Árni Gísli Magnússon skrifar 20. september 2023 19:22 Hallgrímur Jónasson og Eiður Ben Eiríksson mynda þjálfarateymi KA. Vísir/Hulda Margrét KA vann 4-2 sigur á Keflavík á Akureyri í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla. Hallgrímur Mar Steingrímsson kláraði leikinn á 88. mínútu með sínu öðru marki og gulltryggði KA stigin þrjú. Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Eiður Ben Eiríksson, aðstoðarþjálfari KA, hafði sitt hvað að segja um leikinn. „Við vorum kærulausir, afslappaðir, pressulausir. Keflavík voru að berjast fyrir lífi sínu og mér fannst þessi leikur svolítið litast af því. Við vorum betri en Keflavík alltaf hættulegir og hefðu alveg getað refsað okkur oftar.“ KA var komið í 2-0 eftir einungis 6 mínútur og spilaði fyrri hálfleikinn mun betur en þann seinni og Eiður var sammála því. „Við hefðum alveg getað búið okkur betur undir það að þeir væru klárir að fara all-in. Eitthvað sem þeir hafa ekki gert, hafa ekki verið að pressa hátt á vellinum. Um leið og við fórum að leysa það með því að spila boltaum yfir pressuna þá fannst mér við gera það vel og sköpuðum okkur fullt af færum og fleiri færi heldur en við skoruðum úr.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur enda Keflavík að berjast fyrir lífi sínu og KA í raun ekki að spila upp á neitt. „Leikurinn náttúrulega litast af því að við vorum að tapa bikarúrslitaleik þar sem allt var undir. Ég var í rauninni hræddari um að menn yrðu slappari heldur en í dag. Ég bjóst ekki við að menn næðu að mótivera sig undir þetta verkefni. Við getum reynt allt á æfingasvæðinu og reynt að peppa menn og eitthvað svona en þetta er bara mikið högg að tapa svona leik eins og síðustu helgi.“ „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en að vera 2-0 yfir eftir 5 mínútur kom manni rosalega á óvart. Kannski eðlilegt að þú slökkvir aðeins á þér en mér fannst við vera svolítið kærulausir á boltann og tókum stundum óþarfa áhættur en eins og í seinni hálfleik fóru þeir bara að pressa maður á mann og við fórum fullseint að spila boltanum yfir pressuna og vera aðeins klókari.“ KA liðið er búið að taka þátt í Evrópuævintýri í ár ásamt því að komast í bikarúrslit og eiga frábært tímabil í deildinni í fyrra. Er erfitt að finna hungur í leikmannahópnum til að spila þessa leiki í neðri hluta deildarinnar? „Ég held að menn þurfi bara að finna það hjá sjálfum sér. Til hvers ertu í þessu? Til hvers ertu að spila fótbolta? Sumir leikmenn eru bara samningslausir og þurfa að spila fyrir nýjum samningum. Sumir leikmenn vilja væntanlega spila meira og bæta sig. Það sem bíður manna eru bara fjórir mánuðir inni í Boga og á lélegum æfingatíma þannig menn þurfa bara að gjöra svo vel að mótivera sig og peppa sig upp í það að spila síðustu fjóra leikina og njóta þess að spila með bros á vör.“ Eru leikmenn að berjast fyrir lífi sínu innan KA í þessum síðustu leikjum tímabilsins? „Ég myndi halda að það sé þannig í einhverjum tilfellum. Þú getur leitað á KSÍ, það eru einhverjir samingslausir“, sagði Eiður að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Keflavík ÍF Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira