„Þau skilja ekki upp eða niður í þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 21:25 Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. ber Matvælastofnun þungum sökum og vill meina að stofnunin skilji hvorki upp né niður í málinu sem varð til þess að veiðar í Hvali 8 voru stöðvaðar. Vísir/Egill Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. vill meina að engin innan Matvælastofnunar viti neitt um sjósókn. Hann segir ákvörðun stofnunarinnar um að stöðva veiðar í Hval 8 byggja á villandi myndbandi. Þetta kom fram í viðtali við Kristján í Kastljósi í kvöld. Þar útskýrði hann að atvikið sem olli stöðvuninni hefði byggt á óhappi. Hann segir að um hafi verið að ræða algjörlega ómögulegar aðstæður þar sem ekki hafi verið hægt að gera betur. Síðan hafi framhaldið verið tekið á myndband, en þar sást þegar hvalur var veiddur. „Þarna er eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, sem er að vinna fyrir MAST, og er að mynda þetta á síma. Hann er að zooma inn og zooma út og zooma inn,“ segir Kristján. Hann segir mat Matvælastofnunar byggja á umræddu myndbandi, en að það sé villandi vegna „zoomsins“. Hann tekur fram að hvalurinn hafi verið utan skotfæris. Svo virðist ekki vera þegar myndbandið hafi verið „zoomað“ inn, en sjáist þegar ekkert er „zoomað“. „Þeir byggja sitt mat á þessu zoomi. Þar er allt nálægt skipinu, sem er algjörlega út í hött. Og á þeim grundvelli ákveða þeir að stoppa okkur,“ bætir Kristján. „Þau skilja ekki upp eða niður í þessu. MAST er þannig stofnun að það er enginn þar innandyra, að mér vitandi, sem hefur neitt vit á sjósókn,“ segir Kristján sem telur að á meðal starfsfólk stofnunarinnar sé almennt skrifstofufólk og dýralæknar. Síðarnefnda hópinn telur hann vera um það bil sjötíu prósent starfsfólks. Jafnframt heldur Kristján því fram að MAST hafi átt að hafa samráð við Fiskistofu um ákvörðunina, en ekki gert það og þar með brotið eigin reglugerð. Spurður um hvort hann telji líklegt að banninu verði aflétt, nú þegar einungis tíu dagar séu eftir af veiðitímabilinu, svaraði Kristján: „Ég þori ekki að lesa í heilabúið á þessu fólki. Ég gef mig ekki í það einu sinni.“ Kristján segist ætla að sækja um frekara leyfi til hvalveiða um áramót þegar núverandi leyfi rennur út. Hann segist heldur ekki geta spáð fyrir um hvort nýtt leyfi verði gefið út. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Kristján í Kastljósi í kvöld. Þar útskýrði hann að atvikið sem olli stöðvuninni hefði byggt á óhappi. Hann segir að um hafi verið að ræða algjörlega ómögulegar aðstæður þar sem ekki hafi verið hægt að gera betur. Síðan hafi framhaldið verið tekið á myndband, en þar sást þegar hvalur var veiddur. „Þarna er eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, sem er að vinna fyrir MAST, og er að mynda þetta á síma. Hann er að zooma inn og zooma út og zooma inn,“ segir Kristján. Hann segir mat Matvælastofnunar byggja á umræddu myndbandi, en að það sé villandi vegna „zoomsins“. Hann tekur fram að hvalurinn hafi verið utan skotfæris. Svo virðist ekki vera þegar myndbandið hafi verið „zoomað“ inn, en sjáist þegar ekkert er „zoomað“. „Þeir byggja sitt mat á þessu zoomi. Þar er allt nálægt skipinu, sem er algjörlega út í hött. Og á þeim grundvelli ákveða þeir að stoppa okkur,“ bætir Kristján. „Þau skilja ekki upp eða niður í þessu. MAST er þannig stofnun að það er enginn þar innandyra, að mér vitandi, sem hefur neitt vit á sjósókn,“ segir Kristján sem telur að á meðal starfsfólk stofnunarinnar sé almennt skrifstofufólk og dýralæknar. Síðarnefnda hópinn telur hann vera um það bil sjötíu prósent starfsfólks. Jafnframt heldur Kristján því fram að MAST hafi átt að hafa samráð við Fiskistofu um ákvörðunina, en ekki gert það og þar með brotið eigin reglugerð. Spurður um hvort hann telji líklegt að banninu verði aflétt, nú þegar einungis tíu dagar séu eftir af veiðitímabilinu, svaraði Kristján: „Ég þori ekki að lesa í heilabúið á þessu fólki. Ég gef mig ekki í það einu sinni.“ Kristján segist ætla að sækja um frekara leyfi til hvalveiða um áramót þegar núverandi leyfi rennur út. Hann segist heldur ekki geta spáð fyrir um hvort nýtt leyfi verði gefið út.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira