„Þau skilja ekki upp eða niður í þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 21:25 Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. ber Matvælastofnun þungum sökum og vill meina að stofnunin skilji hvorki upp né niður í málinu sem varð til þess að veiðar í Hvali 8 voru stöðvaðar. Vísir/Egill Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. vill meina að engin innan Matvælastofnunar viti neitt um sjósókn. Hann segir ákvörðun stofnunarinnar um að stöðva veiðar í Hval 8 byggja á villandi myndbandi. Þetta kom fram í viðtali við Kristján í Kastljósi í kvöld. Þar útskýrði hann að atvikið sem olli stöðvuninni hefði byggt á óhappi. Hann segir að um hafi verið að ræða algjörlega ómögulegar aðstæður þar sem ekki hafi verið hægt að gera betur. Síðan hafi framhaldið verið tekið á myndband, en þar sást þegar hvalur var veiddur. „Þarna er eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, sem er að vinna fyrir MAST, og er að mynda þetta á síma. Hann er að zooma inn og zooma út og zooma inn,“ segir Kristján. Hann segir mat Matvælastofnunar byggja á umræddu myndbandi, en að það sé villandi vegna „zoomsins“. Hann tekur fram að hvalurinn hafi verið utan skotfæris. Svo virðist ekki vera þegar myndbandið hafi verið „zoomað“ inn, en sjáist þegar ekkert er „zoomað“. „Þeir byggja sitt mat á þessu zoomi. Þar er allt nálægt skipinu, sem er algjörlega út í hött. Og á þeim grundvelli ákveða þeir að stoppa okkur,“ bætir Kristján. „Þau skilja ekki upp eða niður í þessu. MAST er þannig stofnun að það er enginn þar innandyra, að mér vitandi, sem hefur neitt vit á sjósókn,“ segir Kristján sem telur að á meðal starfsfólk stofnunarinnar sé almennt skrifstofufólk og dýralæknar. Síðarnefnda hópinn telur hann vera um það bil sjötíu prósent starfsfólks. Jafnframt heldur Kristján því fram að MAST hafi átt að hafa samráð við Fiskistofu um ákvörðunina, en ekki gert það og þar með brotið eigin reglugerð. Spurður um hvort hann telji líklegt að banninu verði aflétt, nú þegar einungis tíu dagar séu eftir af veiðitímabilinu, svaraði Kristján: „Ég þori ekki að lesa í heilabúið á þessu fólki. Ég gef mig ekki í það einu sinni.“ Kristján segist ætla að sækja um frekara leyfi til hvalveiða um áramót þegar núverandi leyfi rennur út. Hann segist heldur ekki geta spáð fyrir um hvort nýtt leyfi verði gefið út. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Kristján í Kastljósi í kvöld. Þar útskýrði hann að atvikið sem olli stöðvuninni hefði byggt á óhappi. Hann segir að um hafi verið að ræða algjörlega ómögulegar aðstæður þar sem ekki hafi verið hægt að gera betur. Síðan hafi framhaldið verið tekið á myndband, en þar sást þegar hvalur var veiddur. „Þarna er eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, sem er að vinna fyrir MAST, og er að mynda þetta á síma. Hann er að zooma inn og zooma út og zooma inn,“ segir Kristján. Hann segir mat Matvælastofnunar byggja á umræddu myndbandi, en að það sé villandi vegna „zoomsins“. Hann tekur fram að hvalurinn hafi verið utan skotfæris. Svo virðist ekki vera þegar myndbandið hafi verið „zoomað“ inn, en sjáist þegar ekkert er „zoomað“. „Þeir byggja sitt mat á þessu zoomi. Þar er allt nálægt skipinu, sem er algjörlega út í hött. Og á þeim grundvelli ákveða þeir að stoppa okkur,“ bætir Kristján. „Þau skilja ekki upp eða niður í þessu. MAST er þannig stofnun að það er enginn þar innandyra, að mér vitandi, sem hefur neitt vit á sjósókn,“ segir Kristján sem telur að á meðal starfsfólk stofnunarinnar sé almennt skrifstofufólk og dýralæknar. Síðarnefnda hópinn telur hann vera um það bil sjötíu prósent starfsfólks. Jafnframt heldur Kristján því fram að MAST hafi átt að hafa samráð við Fiskistofu um ákvörðunina, en ekki gert það og þar með brotið eigin reglugerð. Spurður um hvort hann telji líklegt að banninu verði aflétt, nú þegar einungis tíu dagar séu eftir af veiðitímabilinu, svaraði Kristján: „Ég þori ekki að lesa í heilabúið á þessu fólki. Ég gef mig ekki í það einu sinni.“ Kristján segist ætla að sækja um frekara leyfi til hvalveiða um áramót þegar núverandi leyfi rennur út. Hann segist heldur ekki geta spáð fyrir um hvort nýtt leyfi verði gefið út.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira