Stefán Árni tekur við Subway Körfuboltakvöldi og fjórir nýir sérfræðingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 12:00 Stefán Árni Pálsson tekur við stjórnartaumunum í Subway Körfuboltakvöldi. vísir/hulda margrét Stefán Árni Pálsson stýrir Subway Körfuboltakvöldi á næsta tímabili. Fjórir nýliðar eru í sérfræðingateymi þáttarins. Eftir átta ár við stjórnvölinn í Subway Körfuboltakvöldi lét Kjartan Atli Kjartansson gott heita eftir síðasta tímabil. Hann segir þó ekki skilið við Subway deildina enda þjálfari nýliða Álftaness. Stefán Árni fær það verðuga verkefni að taka við Subway Körfuboltakvöldi af Kjartani Atla. Stefán Árni hefur starfað lengi hjá Stöð 2 Sport og stýrði meðal annars Seinni bylgjunni um tveggja ára skeið. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir vetrinum. Ég er aðdáandi þáttarins og hef held ég aldrei misst af einu einasta föstudagskvöldi,“ segir Stefán Árni og heldur áfram. „Þetta er vissulega mjög krefjandi verkefni fyrir mig. Maður er spenntur, en líka stressaður. Ég er að taka við af manni sem gerði magnaða hluti fyrir íslenskan körfubolta og það verður mjög erfitt að feta í hans spor. En ég verð bara að standa mig og gera þetta almennilega. Við erum aðeins að breyta þættinum og byggja hann upp með öðrum hætti. Teymið sem verður síðan í kringum mig er ótrúlega gott og erfitt að finna menn sem hafa meiri ástríðu fyrir þessari geggjuðu íþrótt. Ég get lofað fólki einu, það verður gaman hjá okkur.“ Í vetur verða fimm leikir á sama tíma á fimmtudögum og skipt verður á milli þeirra í Tilþrifunum sem Hörður Unnsteinsson stýrir. Leikirnir fimm verða svo gerðir upp í Tilþrifunum. Á föstudögum verður svo einn leikur sýndur í beinni. Sérfræðingur hitar upp fyrir hann, kemur inn með helstu atriði í hálfleik og gerir hann svo upp í leikslok. Síðan verður umferðin í heild sinni gerð upp í Subway Körfuboltakvöldi undir stjórn Stefáns Árna. Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson snúa aftur sem sérfræðingar. Fjórir nýir koma svo inn í teymið; Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Már Magnússon, Ómar Örn Sævarsson og Rúnar Ingi Erlingsson. Keppni í Subway deild karla hefst 5. október næstkomandi. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira
Eftir átta ár við stjórnvölinn í Subway Körfuboltakvöldi lét Kjartan Atli Kjartansson gott heita eftir síðasta tímabil. Hann segir þó ekki skilið við Subway deildina enda þjálfari nýliða Álftaness. Stefán Árni fær það verðuga verkefni að taka við Subway Körfuboltakvöldi af Kjartani Atla. Stefán Árni hefur starfað lengi hjá Stöð 2 Sport og stýrði meðal annars Seinni bylgjunni um tveggja ára skeið. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir vetrinum. Ég er aðdáandi þáttarins og hef held ég aldrei misst af einu einasta föstudagskvöldi,“ segir Stefán Árni og heldur áfram. „Þetta er vissulega mjög krefjandi verkefni fyrir mig. Maður er spenntur, en líka stressaður. Ég er að taka við af manni sem gerði magnaða hluti fyrir íslenskan körfubolta og það verður mjög erfitt að feta í hans spor. En ég verð bara að standa mig og gera þetta almennilega. Við erum aðeins að breyta þættinum og byggja hann upp með öðrum hætti. Teymið sem verður síðan í kringum mig er ótrúlega gott og erfitt að finna menn sem hafa meiri ástríðu fyrir þessari geggjuðu íþrótt. Ég get lofað fólki einu, það verður gaman hjá okkur.“ Í vetur verða fimm leikir á sama tíma á fimmtudögum og skipt verður á milli þeirra í Tilþrifunum sem Hörður Unnsteinsson stýrir. Leikirnir fimm verða svo gerðir upp í Tilþrifunum. Á föstudögum verður svo einn leikur sýndur í beinni. Sérfræðingur hitar upp fyrir hann, kemur inn með helstu atriði í hálfleik og gerir hann svo upp í leikslok. Síðan verður umferðin í heild sinni gerð upp í Subway Körfuboltakvöldi undir stjórn Stefáns Árna. Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson snúa aftur sem sérfræðingar. Fjórir nýir koma svo inn í teymið; Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Már Magnússon, Ómar Örn Sævarsson og Rúnar Ingi Erlingsson. Keppni í Subway deild karla hefst 5. október næstkomandi.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira