Stefán Árni tekur við Subway Körfuboltakvöldi og fjórir nýir sérfræðingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 12:00 Stefán Árni Pálsson tekur við stjórnartaumunum í Subway Körfuboltakvöldi. vísir/hulda margrét Stefán Árni Pálsson stýrir Subway Körfuboltakvöldi á næsta tímabili. Fjórir nýliðar eru í sérfræðingateymi þáttarins. Eftir átta ár við stjórnvölinn í Subway Körfuboltakvöldi lét Kjartan Atli Kjartansson gott heita eftir síðasta tímabil. Hann segir þó ekki skilið við Subway deildina enda þjálfari nýliða Álftaness. Stefán Árni fær það verðuga verkefni að taka við Subway Körfuboltakvöldi af Kjartani Atla. Stefán Árni hefur starfað lengi hjá Stöð 2 Sport og stýrði meðal annars Seinni bylgjunni um tveggja ára skeið. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir vetrinum. Ég er aðdáandi þáttarins og hef held ég aldrei misst af einu einasta föstudagskvöldi,“ segir Stefán Árni og heldur áfram. „Þetta er vissulega mjög krefjandi verkefni fyrir mig. Maður er spenntur, en líka stressaður. Ég er að taka við af manni sem gerði magnaða hluti fyrir íslenskan körfubolta og það verður mjög erfitt að feta í hans spor. En ég verð bara að standa mig og gera þetta almennilega. Við erum aðeins að breyta þættinum og byggja hann upp með öðrum hætti. Teymið sem verður síðan í kringum mig er ótrúlega gott og erfitt að finna menn sem hafa meiri ástríðu fyrir þessari geggjuðu íþrótt. Ég get lofað fólki einu, það verður gaman hjá okkur.“ Í vetur verða fimm leikir á sama tíma á fimmtudögum og skipt verður á milli þeirra í Tilþrifunum sem Hörður Unnsteinsson stýrir. Leikirnir fimm verða svo gerðir upp í Tilþrifunum. Á föstudögum verður svo einn leikur sýndur í beinni. Sérfræðingur hitar upp fyrir hann, kemur inn með helstu atriði í hálfleik og gerir hann svo upp í leikslok. Síðan verður umferðin í heild sinni gerð upp í Subway Körfuboltakvöldi undir stjórn Stefáns Árna. Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson snúa aftur sem sérfræðingar. Fjórir nýir koma svo inn í teymið; Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Már Magnússon, Ómar Örn Sævarsson og Rúnar Ingi Erlingsson. Keppni í Subway deild karla hefst 5. október næstkomandi. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Eftir átta ár við stjórnvölinn í Subway Körfuboltakvöldi lét Kjartan Atli Kjartansson gott heita eftir síðasta tímabil. Hann segir þó ekki skilið við Subway deildina enda þjálfari nýliða Álftaness. Stefán Árni fær það verðuga verkefni að taka við Subway Körfuboltakvöldi af Kjartani Atla. Stefán Árni hefur starfað lengi hjá Stöð 2 Sport og stýrði meðal annars Seinni bylgjunni um tveggja ára skeið. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir vetrinum. Ég er aðdáandi þáttarins og hef held ég aldrei misst af einu einasta föstudagskvöldi,“ segir Stefán Árni og heldur áfram. „Þetta er vissulega mjög krefjandi verkefni fyrir mig. Maður er spenntur, en líka stressaður. Ég er að taka við af manni sem gerði magnaða hluti fyrir íslenskan körfubolta og það verður mjög erfitt að feta í hans spor. En ég verð bara að standa mig og gera þetta almennilega. Við erum aðeins að breyta þættinum og byggja hann upp með öðrum hætti. Teymið sem verður síðan í kringum mig er ótrúlega gott og erfitt að finna menn sem hafa meiri ástríðu fyrir þessari geggjuðu íþrótt. Ég get lofað fólki einu, það verður gaman hjá okkur.“ Í vetur verða fimm leikir á sama tíma á fimmtudögum og skipt verður á milli þeirra í Tilþrifunum sem Hörður Unnsteinsson stýrir. Leikirnir fimm verða svo gerðir upp í Tilþrifunum. Á föstudögum verður svo einn leikur sýndur í beinni. Sérfræðingur hitar upp fyrir hann, kemur inn með helstu atriði í hálfleik og gerir hann svo upp í leikslok. Síðan verður umferðin í heild sinni gerð upp í Subway Körfuboltakvöldi undir stjórn Stefáns Árna. Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson snúa aftur sem sérfræðingar. Fjórir nýir koma svo inn í teymið; Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Már Magnússon, Ómar Örn Sævarsson og Rúnar Ingi Erlingsson. Keppni í Subway deild karla hefst 5. október næstkomandi.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti