Upphaflega frestað spænska knattspyrnusambandið að tilkynna hópinn fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Alls hafa 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfest að þær séu í verkfalli eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar.
Jenni Hermoso has not been included in Spain's first squad since winning the Women's World Cup.
— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2023
Fifteen members of that triumphant team have been named.#BBCFootball
Fimmtán þeirra voru valdar í komandi verkefni gegn Svíþjóð og Sviss. Þær ítreka að verkfallið haldi áfram þangað til breytingar verði gerðar og leikmönnum líður að þær séu á öruggum stað þegar þær eru með landsliðinu.
Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims, var meðal þeirra 15 sem eru í verkfalli en voru samt sem áður boðaðar í komandi verkefni.
— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 18, 2023
Landsliðskonurnar hafa því þurft að ítreka að þær séu í verkfalli sem og að þeim þyki leitt að þær hafi verið settar í stöðu sem þær vildu aldrei vera í. Þá staðfestu þær að skoðaður verði lagalegar flækjur þess að vera boðaðar í verkefni eftir að hafa tekið skýrt fram að viðkomandi gæfi ekki kost á sér.
Upprunalega átti Montse Tome, núverandi landsliðsþjálfari Spánar, að tilkynna hóp sinn á föstudag en vegna verkfallsins var því frestað til mánudags. Tome tók við af Jorge Vilda sem var látinn fara fyrr í þessum mánuði.
Tome starfaði lengi vel aðstoðarkona Vilda og er fyrsta konan til að vera aðalþjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hennar fyrsta verkefni er verðugt en sem stendur nær Spánn varla í lið vegna verkfallsins og það styttist í leikinn gegn Svíþjóð sem fram fer í Gautaborg á föstudaginn kemur.