Kristrún segir almenning þurfa aðgerðir núna Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2023 13:09 Bjarni og Kristrun voru gestir Kristjáns í Sprengisandi og tókust á um efnahagsmálin. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræddu efnahagsmálin og ólíkar aðferðir til að takast á við hærri verðbólgu og hátt vaxtastig. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar tókust um efnahagsmál í Sprengisandi í morgun. Nýtt fjárlagafrumvarp ráðherra var auðvitað efst á baugi en Kristrún sagði lítið í frumvarpinu taka á þeirri spennu sem sé að finna á markaði eins og stendur. Hún benti á mikla verðbólgu, það sé búið að hækka stýrivexti fjórtán sinnum og að yfirvofandi séu kjarasamningsviðræður. Kristrún sagði að þótt svo að ríkið eigi ekki endilega að vera stærsti aðilinn að kjarasamningsviðræðum þá hefði þau, í Samfylkingunni, viljað sjá einhvern sterkari kjarapakka í frumvarpinu þar sem barna- og vaxtabætur væru til dæmis styrktar. Bjarni svaraði því á þá leið að við þessu væri verið að bregðast með nýjum leiðum og að aðkoma stjórnvalda að bættum kjörum almennings væri sem dæmi í rammasamningum við sveitarfélög um íbúðauppbyggingu. „Við erum að fara frá vaxtabótakerfinu sem Kristrún talar um yfir í kerfi sem við köllum almennar íbúðir með stofnstyrkjum og húsnæðisbótum,“ sagði Bjarni og að það sem vantaði helst þar væri aukið framboð fjölbreyttari lóða fyrir allar tegundir húsnæðis og að sú þörf yrði ekki uppfyllt á hinum ýmsum þéttingarreitum miðsvæðis í Reykjavík. Hann benti á áætlanir yfirvalda um að byggja hér 35 þúsund íbúðir til langs tíma sem Kristrún svo gagnrýndi. Hún sagði erfitt fyrir fólk að hugsa um það sem er til langs tíma, þegar staðan er erfið núna með tilliti til vaxtaumhverfis og efnahags. „Það er ekki bara hægt að segja að til langs tíma verður hér jafnvægi. Þrátt fyrir að raunverð hafi hægt á sér þá stendur fólk frammi fyrir byrðinni núna,“ sagði Kristrún og að stjórnvöld yrðu að axla á því ábyrgð í stað þess að velta ábyrgðinni annað. Eins og á Seðlabankann, sveitarfélög eða vinnumarkað. Verðbólgan mikilvægasta verkefni Bjarni og Kristrún tókust svo á um bótakerfið og pólitískar skoðanir sínar á því. Kristrún sagði Ísland standa sig verr en mörg Norðurlöndin sem Bjarni sagði ekki rétt. Hann sagði mikilvægasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir eins og stendur að ná tökum á verðbólgunni. „Við getum náð tökum á verðbólgunni ef við missum ekki þolinmæðina,“ sagði Bjarni. Hann sagði verkefni vandasamt og að ríkið væri að leggja sitt af mörkum með hagræðingaraðgerðum og með því að standa á sama tíma við viðkvæmum hópum. „Við munum ná stöðugleika á ný.“ Að því loknu fóru þau um víðan völl. Ræddu sveitarstjórnarmál, velferðarsamfélagið, tilfærslur í kerfi og skattkerfið sem þau eru mjög ósammála um. „Vinstri menn hætta aldrei að fá hugmyndir að sköttum til að hækka,“ sagði Bjarni í umræðu um hækkun fjármagnstekjuskatts sem Kristrún sagði að væri hæfilegur í 25 prósent en ekki 22,5 prósent og þá væri hægt að fá auka fimm milljarða inn í kerfið. Hún sagðist svo sammála þeim málflutningi Bjarna um að það væri gott að vera á Íslandi, en sagði það þó uppgjöf að láta þar staðar numið. Stjórnmálamenn ættu að vilja gera betur. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að neðan en þeim varð nokkuð heitt í hamsi undir lokin. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2024 Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Fjármálafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 17. september 2023 09:31 Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 „Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“ Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. 13. september 2023 18:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar tókust um efnahagsmál í Sprengisandi í morgun. Nýtt fjárlagafrumvarp ráðherra var auðvitað efst á baugi en Kristrún sagði lítið í frumvarpinu taka á þeirri spennu sem sé að finna á markaði eins og stendur. Hún benti á mikla verðbólgu, það sé búið að hækka stýrivexti fjórtán sinnum og að yfirvofandi séu kjarasamningsviðræður. Kristrún sagði að þótt svo að ríkið eigi ekki endilega að vera stærsti aðilinn að kjarasamningsviðræðum þá hefði þau, í Samfylkingunni, viljað sjá einhvern sterkari kjarapakka í frumvarpinu þar sem barna- og vaxtabætur væru til dæmis styrktar. Bjarni svaraði því á þá leið að við þessu væri verið að bregðast með nýjum leiðum og að aðkoma stjórnvalda að bættum kjörum almennings væri sem dæmi í rammasamningum við sveitarfélög um íbúðauppbyggingu. „Við erum að fara frá vaxtabótakerfinu sem Kristrún talar um yfir í kerfi sem við köllum almennar íbúðir með stofnstyrkjum og húsnæðisbótum,“ sagði Bjarni og að það sem vantaði helst þar væri aukið framboð fjölbreyttari lóða fyrir allar tegundir húsnæðis og að sú þörf yrði ekki uppfyllt á hinum ýmsum þéttingarreitum miðsvæðis í Reykjavík. Hann benti á áætlanir yfirvalda um að byggja hér 35 þúsund íbúðir til langs tíma sem Kristrún svo gagnrýndi. Hún sagði erfitt fyrir fólk að hugsa um það sem er til langs tíma, þegar staðan er erfið núna með tilliti til vaxtaumhverfis og efnahags. „Það er ekki bara hægt að segja að til langs tíma verður hér jafnvægi. Þrátt fyrir að raunverð hafi hægt á sér þá stendur fólk frammi fyrir byrðinni núna,“ sagði Kristrún og að stjórnvöld yrðu að axla á því ábyrgð í stað þess að velta ábyrgðinni annað. Eins og á Seðlabankann, sveitarfélög eða vinnumarkað. Verðbólgan mikilvægasta verkefni Bjarni og Kristrún tókust svo á um bótakerfið og pólitískar skoðanir sínar á því. Kristrún sagði Ísland standa sig verr en mörg Norðurlöndin sem Bjarni sagði ekki rétt. Hann sagði mikilvægasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir eins og stendur að ná tökum á verðbólgunni. „Við getum náð tökum á verðbólgunni ef við missum ekki þolinmæðina,“ sagði Bjarni. Hann sagði verkefni vandasamt og að ríkið væri að leggja sitt af mörkum með hagræðingaraðgerðum og með því að standa á sama tíma við viðkvæmum hópum. „Við munum ná stöðugleika á ný.“ Að því loknu fóru þau um víðan völl. Ræddu sveitarstjórnarmál, velferðarsamfélagið, tilfærslur í kerfi og skattkerfið sem þau eru mjög ósammála um. „Vinstri menn hætta aldrei að fá hugmyndir að sköttum til að hækka,“ sagði Bjarni í umræðu um hækkun fjármagnstekjuskatts sem Kristrún sagði að væri hæfilegur í 25 prósent en ekki 22,5 prósent og þá væri hægt að fá auka fimm milljarða inn í kerfið. Hún sagðist svo sammála þeim málflutningi Bjarna um að það væri gott að vera á Íslandi, en sagði það þó uppgjöf að láta þar staðar numið. Stjórnmálamenn ættu að vilja gera betur. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að neðan en þeim varð nokkuð heitt í hamsi undir lokin.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2024 Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Fjármálafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 17. september 2023 09:31 Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 „Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“ Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. 13. september 2023 18:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11
Fjármálafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 17. september 2023 09:31
Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06
„Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“ Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti. 13. september 2023 18:31