Matthías: Ekki sjálfgefið að fara í Víking á mínum aldri Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2023 19:15 Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark Víkings Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Víkings, var hæstánægður með sigur í bikarúrslitum. Matthías spilaði í miðverði og var ánægður með hvernig hann leysti það. „Þetta var geggjuð frammistaða. Veðrið var eins og það var og við vissum að þetta yrði ekki fallegt en við vorum sterkari og við áttum sigurinn skilið. Við skoruðum tvö mörk eftir föst leikatriði og þetta var ljúft,“ sagði Matthías Vilhjálmsson eftir leik. Matthías var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi og hvernig liðið nýtti föstu leikatriðin sem skilaði tveimur mörkum. „Smáatriðin skipta máli eins og föst leikatriði. Mér finnst við hafa verið helvíti góðir í föstum leikatriðum í sumar og þjálfarateymið fær hrós fyrir það.“ Matthías var afar auðmjúkur eftir að hafa unnið sinn sjötta bikarmeistaratitil. „Ég er auðmjúkur. Þetta var sjötti bikarmeistaratitillinn minn á ferlinum. Þetta er alltaf jafn gaman og þetta er einstakt lið sem ég er að fá að upplifa að spila með. Það var ekki sjálfgefið að koma í Víking 36 ára og ég er búinn að spila allar stöður og þetta hefur verið lygilegt.“ Það vakti athygli að Matthías spilaði í miðverði. Honum fannst það ganga vel og hrósaði Oliver Ekroth sem var með honum í miðverði. „Mér fannst ganga vel í miðverðinum. Oliver var góður að stjórna mér en það fór um mig þegar mér var tilkynnt þetta í vikunni. Ég hefði verið til í að fá einn leik til að æfa þetta en ég spilaði svo sem þessa stöðu út í Noregi. Þetta snýst bara um að reyna að eyðileggja og það gekk fínt,“ sagði Matthías Vilhjálmsson að lokum. Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
„Þetta var geggjuð frammistaða. Veðrið var eins og það var og við vissum að þetta yrði ekki fallegt en við vorum sterkari og við áttum sigurinn skilið. Við skoruðum tvö mörk eftir föst leikatriði og þetta var ljúft,“ sagði Matthías Vilhjálmsson eftir leik. Matthías var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi og hvernig liðið nýtti föstu leikatriðin sem skilaði tveimur mörkum. „Smáatriðin skipta máli eins og föst leikatriði. Mér finnst við hafa verið helvíti góðir í föstum leikatriðum í sumar og þjálfarateymið fær hrós fyrir það.“ Matthías var afar auðmjúkur eftir að hafa unnið sinn sjötta bikarmeistaratitil. „Ég er auðmjúkur. Þetta var sjötti bikarmeistaratitillinn minn á ferlinum. Þetta er alltaf jafn gaman og þetta er einstakt lið sem ég er að fá að upplifa að spila með. Það var ekki sjálfgefið að koma í Víking 36 ára og ég er búinn að spila allar stöður og þetta hefur verið lygilegt.“ Það vakti athygli að Matthías spilaði í miðverði. Honum fannst það ganga vel og hrósaði Oliver Ekroth sem var með honum í miðverði. „Mér fannst ganga vel í miðverðinum. Oliver var góður að stjórna mér en það fór um mig þegar mér var tilkynnt þetta í vikunni. Ég hefði verið til í að fá einn leik til að æfa þetta en ég spilaði svo sem þessa stöðu út í Noregi. Þetta snýst bara um að reyna að eyðileggja og það gekk fínt,“ sagði Matthías Vilhjálmsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira