Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2023 15:13 Skjáskot úr heimildarmynd alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation sem gáfu út heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi fyrir tæpum tveimur árum. Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. Tilkynning um breytinguna birtist á vef Matvælaráðuneytisins í gær. Kemur þar fram að í formlegu áminningarbréfi frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, frá 10. maí síðastliðnum hafi stofnunin lýst þeirri afstöðu að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. „Þessi starfsemi fellur þá undir reglugerð sem heitir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þá þurfa allir þeir sem halda slíkar hryssur að fá starfsleyfi fyrir slíkri starfsemi og sá sem tekur blóð úr þeim þarf að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Uppfylla þurfi önnur skilyrði með nýju reglugerðinni. „Þessi reglugerð er mjög nákvæm og þær reglur sem gilda um dýratilraunir eru mjög strangar og það gætu verið viðbótarkröfur sem koma við það sem er samkvæmt núverandi reglugerð.“ Þetta tímabil, sem lýkur í október, verður klárað samkvæmt þeirri reglugerð sem þegar er í gildi en sú nýja tekur gildi 1. nóvember. „Það þarf að fara ofan í saumana á því hvaða skilyrði eru það sem þarf að uppfylla við notkun dýra sem notuð eru í tilraunum. Í fyrsta lagi þarf að uppfylla ströng skilyrði um fjölda dýra. Hvað þarf mörg dýr að lágmarki til að gera tilraun? Sá massi af dýrum sem verið hefur hér á Íslandi að taka úr þúsundum hryssna. Það mun aldrei ganga upp þegar þetta fellur undir dýratilraun,“ segir Sigurborg. Þannig að það verða færri hryssur sem tekið verður blóð úr á hverju tímabili? „Ef það verður gefið leyfi geri ég algjörlega ráð fyrir því.“ MAST þurfi að gefa út leyfi fyrir tilraunastarfsemina seme fara á í á næsta tímabili. „Ef það á að gera þetta næsta ár verður að sækja um starfsleyfi fyrir hvern einasta stað sem hryssur eru haldnar fyrir slíka starfsemi. Síðan þarf Ísteka að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST. Blóðmerahald Tengdar fréttir Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55 Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01 Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Tilkynning um breytinguna birtist á vef Matvælaráðuneytisins í gær. Kemur þar fram að í formlegu áminningarbréfi frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, frá 10. maí síðastliðnum hafi stofnunin lýst þeirri afstöðu að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. „Þessi starfsemi fellur þá undir reglugerð sem heitir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þá þurfa allir þeir sem halda slíkar hryssur að fá starfsleyfi fyrir slíkri starfsemi og sá sem tekur blóð úr þeim þarf að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Uppfylla þurfi önnur skilyrði með nýju reglugerðinni. „Þessi reglugerð er mjög nákvæm og þær reglur sem gilda um dýratilraunir eru mjög strangar og það gætu verið viðbótarkröfur sem koma við það sem er samkvæmt núverandi reglugerð.“ Þetta tímabil, sem lýkur í október, verður klárað samkvæmt þeirri reglugerð sem þegar er í gildi en sú nýja tekur gildi 1. nóvember. „Það þarf að fara ofan í saumana á því hvaða skilyrði eru það sem þarf að uppfylla við notkun dýra sem notuð eru í tilraunum. Í fyrsta lagi þarf að uppfylla ströng skilyrði um fjölda dýra. Hvað þarf mörg dýr að lágmarki til að gera tilraun? Sá massi af dýrum sem verið hefur hér á Íslandi að taka úr þúsundum hryssna. Það mun aldrei ganga upp þegar þetta fellur undir dýratilraun,“ segir Sigurborg. Þannig að það verða færri hryssur sem tekið verður blóð úr á hverju tímabili? „Ef það verður gefið leyfi geri ég algjörlega ráð fyrir því.“ MAST þurfi að gefa út leyfi fyrir tilraunastarfsemina seme fara á í á næsta tímabili. „Ef það á að gera þetta næsta ár verður að sækja um starfsleyfi fyrir hvern einasta stað sem hryssur eru haldnar fyrir slíka starfsemi. Síðan þarf Ísteka að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST.
Blóðmerahald Tengdar fréttir Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55 Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01 Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55
Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01
Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01