„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2023 19:01 Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari. Vísir/Arnar Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Fyrirkomulag Bakgarðshlaupsins um helgina er samskonar og verið hefur undanfarin ár. Keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til verksins. Á heila tímanum á hverjum klukkutíma hefst svo næsti hringur. Hvíldartími veltur því á hversu fljótur hver er með hringinn. Margur hleypur í tugi klukkustunda án þess að ná almennilegum svefni. Valgeir Viðarsson, sjúkraþjálfari sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, segir að hlauparar þurfi að fara varlega í sakirnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst aldrei heilsusamlegt, kannski frekar en flestallar keppnisíþróttir almennt séð. Þetta er löng vegalengd í heildina en þetta er í bútum, sem er kannski það jákvæða við þetta að hlauparar fá alltaf smá pásu inn á milli,“ „En svo er það svefninn. Þegar fólk er orðið vansvefta, við þekkjum það ef við sofum lítið, þá verður allt erfiðara, einbeitingin verður minni, ákvarðanatakan verður jafnvel verri svo það er erfiðara að halda skipulagi. Fólk getur átt erfiðara með að halda hraða og um leið og þú ert farinn að taka verri ákvarðanir er hætta á því á að þú verðir fyrir einhverjum meiðslum hér og þar,“ segir Valgeir. Hvað er helst óhollt við þetta? „Vegalengdin og álagsmagnið sem þetta ber með sér. Svefninn er nánast enginn á þessu tímabili. En auðvitað eru margir sem fara bara þrjá til fjóra hringi. Það er kannski ekki fólkið sem ratar í fjölmiðlana en það er fullt af fólki að fara hæfilegar vegalengdir,“ „Ég held að mörkin (hjá fólki) séu mjög einstaklingsbundin. Þú ert með einstaklinga sem hafa farið í þessar keppnir og hlaupið þessar vegalengdir þannig að það er fólk sem þekkir sín mörk, alveg klárlega. En það eru alltaf einhverjir sem fara yfir strikið, sérstaklega þegar um keppni er að ræða.“ segir Valgeir. Valgeir hefur meðhöndlað þónokkra langhlaupara í gegnum tíðina og segir að erfitt geti reynst að segja þeim að slaka á. Þá er mikilvægt að fræða fólk um áhætturnar. „Þegar maður talar við fólk sem er í svona löngum hlaupum þá þýðir ekkert að segja þeim að hætta að hlaupa. Þau hlaupa áfram. Við erum kannski meira að reyna að hjálpa þeim að skilja álag og allt annað sem að getur hlotist af því að taka svona löng hlaup. Ég held að það sé það mikilvægasta í þessu, að fræða fólk og hjálpa því - frekar en að banna því,“ segir Valgeir en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaupið fer af stað klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi frá þeim tíma og alveg þar til hlaupið klárast. Hvenær sem það verður.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira