Hamilton gagnrýnir Marko harðlega í kjölfar rasískra ummæla Aron Guðmundsson skrifar 15. september 2023 10:31 Helmut Marko ræðir við Sergio Perez, keppinaut Lewis Hamilton innan brautar í Formúlu 1 Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, gagnrýnir Helmut Marko, tæknilegan ráðgjafa Red Bull Racing, fyrir rasísk og taktlaus ummæli sem hann lét falla um annan ökumann liðsins, Sergio Perez. Helmut Marko lét hafa eftir sér að dræmur árangur Sergio Perez, ökumanns liðsins á yfirstandandi tímabili stafaði af þáttum er tengdust þjóðerni hans en Perez kemur frá Mexíkó. Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari ökumanni í Formúlu 1, gagnrýnir Helmut Marko harðlega í aðdraganda komandi keppnishelgar í Singapúr og segir að þarna séu á ferð ummæli sem menn geti ekki bara beðist afsökunar á og svo haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. „Að hafa leiðtoga og fólk í hans stöðu láta á eftir sér svona ummæli lítur ekki vel út fyrir okkur til lengri tíma litið. Þetta varpar bara frekara ljósi á þá miklu vinnu sem enn á eftir að vinna í þessum efnum.“ Það séu margir á bak við tjöldin sem vinni hart að því að vinna niður svona orðræðu. „En það er erfitt ef það er fólk í hátt settum stöðum sem hefur svona hugsunarhátt og skoðanir. Það kemur í veg fyrir að árangur náist.“ Sjálfur hefur Perez greint frá því að afsökunarbeiðni hafi borist frá Helmut Marko. Singapúr Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Helmut Marko lét hafa eftir sér að dræmur árangur Sergio Perez, ökumanns liðsins á yfirstandandi tímabili stafaði af þáttum er tengdust þjóðerni hans en Perez kemur frá Mexíkó. Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari ökumanni í Formúlu 1, gagnrýnir Helmut Marko harðlega í aðdraganda komandi keppnishelgar í Singapúr og segir að þarna séu á ferð ummæli sem menn geti ekki bara beðist afsökunar á og svo haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. „Að hafa leiðtoga og fólk í hans stöðu láta á eftir sér svona ummæli lítur ekki vel út fyrir okkur til lengri tíma litið. Þetta varpar bara frekara ljósi á þá miklu vinnu sem enn á eftir að vinna í þessum efnum.“ Það séu margir á bak við tjöldin sem vinni hart að því að vinna niður svona orðræðu. „En það er erfitt ef það er fólk í hátt settum stöðum sem hefur svona hugsunarhátt og skoðanir. Það kemur í veg fyrir að árangur náist.“ Sjálfur hefur Perez greint frá því að afsökunarbeiðni hafi borist frá Helmut Marko.
Singapúr Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira