Handbolti

Fékk sparkið eftir að­eins tvo mánuði í starfi

Aron Guðmundsson skrifar
Ian Marko Fog á hliðarlínunni sem þjálfari GOG
Ian Marko Fog á hliðarlínunni sem þjálfari GOG Mynd: GOG

Ian Marko Fog hefur verið rekinn úr starfi þjálfara danska meistara­liðsins GOG í hand­bolta eftir að­eins tvo mánuði og fimm leiki í starfi. Frá þessu er greint á vef danska ríkis­út­varpsins en Snorri Steinn Guð­jóns­son, nú­verandi lands­liðs­þjálfari Ís­lands var á sínum tíma orðaður við starfið.

GOG greindi frá starfs­lokum Fog í gær­kvöldi en GOG, sem hafði betur gegn Ála­borg í úr­slita­ein­vígi dönsku deildarinnar á síðasta tíma­bili, er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með að­eins þrjú stig eftir fyrstu þrjár um­ferðirnar.

Í til­kynningu GOG er á­stæða starfs­loka Fog sögð vera á­greiningur milli hans og fé­lagsins varðandi stefnu fé­lagsins, bæði til lengri tíma en einnig hvernig fé­lagið starfar dag frá degi.

„Við höfum í­grundað þessa á­kvörðun vel og teljum nauð­syn­legt að grípa til ráð­stafana núna. Það er best fyrir fé­lagið,“ segir Kasper Jörgen­sen, fram­kvæma­stjóri GOG í yfir­lýsingu fé­lagsins.

Mikkel Voigt, fyrrum að­stoðar­þjálfari fé­lagsins mun sinna starfi aðal­þjálfara þess út yfir­standandi tíma­bil hið minnsta.

Eitt verður þó ekki tekið af Fog, hann er fyrsti þjálfari GOG til þess að stýra liðinu til sigurs í danska ofur­bikarnum. Í sam­tali við DR segist Fog ekki vera reiður vegna á­kvörðunar GOG.

„Ég fékk bara að vita af þessu í dag (í gær) en þetta var ekki mikið sjokk fyrir mig. Mér finnst ég hafa fengið stuttan taum í starfi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×