Leitin að sökudólgum hafin í Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 23:54 Borgarstjóri Derna óttast faraldur vegna fjölda líka sem liggja í rústum borgarinnar. AP/Yousef Murad Fimm dögum eftir að flóð léku íbúa norðausturhluta Líbíu grátt eru lík enn að finnast á víð og dreif. Leitin að sökudólgum er hafin og Sameinuðu þjóðirnar segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar. Rigningin byrjaði í síðustu viku og íbúar Derna fóru þá út á götu þar sem börn léku sér í pollum. Rigning er ekki svo tíð á þessu svæði. Vatn byrjaði að safnast fyrir í uppistöðulónum tveimur stífla í fjöllunum yfir borginni en stíflurnar gáfu sig á sunnudaginn. Flóðbylgjan sem skall á borginni er talin hafa verið rúmlega sjö metra há og sópaði hún heilu hverfunum út á haf. Borgarstjóri Derna segir að miðað við húsin sem hrundu eða ráku á brott, sé líklegt að milli átján og tuttugu þúsund manns hafi dáið. Það mun þó taka mikinn tíma að varpa ljósi á raunverulegan fjölda látinna ef það verður yfir höfuð hægt. Abdulmenam al-Ghaithi, borgarstjórinn, segist óttast að sjúkdómar muni byrja að herja á borgarbúa á næstu dögum, vegna allra líkanna sem liggja í vatninu sem situr eftir og rústunum í Derna. Hægt að koma í veg fyrir hamfarirnar Í frétt Washington Post er haft eftir embættismönnum frá Sameinuðu þjóðunum að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar eða í það minnsta bregðast betur við þeim. Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sagði blaðamönnum að yfirvöld eða einhvers konar veðurstofa hefðu getað gefið út einhverja viðvörun og reynt að flytja fólk á brott. Þannig hefði verið hægt að koma í veg fyrir flest dauðsfallanna. Töluverð óöld ríkir í Líbíu og hefur gert um árabil. Tvær ríkisstjórnir keppast um völd þar og stjórna sitthvorum hluta landsins. Derna heyrir undir ríkisstjórn herforingjans Khalifa Haftar, sem stjórnar austurhluta landsins. Sú ríkisstjórn er ekki viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Í gegnum árin hefur ástandið í Derna verið sérstaklega óreiðukennt og hafa mismunandi fylkingar stjórnað borginni. Um tíma var hún undir stjórn vígamanna Íslamska ríkisins. Í frétt Reuters segir að embættismenn í ríkisstjórn Haftars hafi kallað eftir því að hamfarirnar verði rannsakaðar og kannað verði hvort einhver beri ábyrgð á þeim og þá hver. Einhverjir hafa bent á það að sérfræðingar vöruðu við því í fyrra að stíflurnar þyrftu viðhald sem fyrst. Death toll from catastrophic flooding in Libya s eastern city of Derna could reach 20,000. An absolute tragedy. pic.twitter.com/D0oaz1bl6z— Nahel Belgherze (@WxNB_) September 13, 2023 Óöldin sögð koma niður á hjálparstarfi Hjálp hefur borist til Líbíu frá Egyptalandi, Túnis, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tyrklandi, Katar og Ítalíu, svo einhver ríki séu nefnd. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur einnig gefið út að læknar og lyf verða send til landsins. Tyrkir hafa sent tvö færanleg neyðarsjúkrahús og Ítalir hafa sent þrjár flugvélar með birgðir og hjálparstarfsmenn og tvö herskip með birgðir. Áhöfnum þeirra gekk illa að koma birgðunum á land, þar sem höfn Derna er full af braki og nánast ónothæf. Reuters segir áðurnefnda óöld í Líbíu þó hafa komið niður á hjálparstarfinu. Kort þetta sýnir hvar vatnið flæddi yfir Derna.AP Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina. 14. september 2023 07:19 Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Rigningin byrjaði í síðustu viku og íbúar Derna fóru þá út á götu þar sem börn léku sér í pollum. Rigning er ekki svo tíð á þessu svæði. Vatn byrjaði að safnast fyrir í uppistöðulónum tveimur stífla í fjöllunum yfir borginni en stíflurnar gáfu sig á sunnudaginn. Flóðbylgjan sem skall á borginni er talin hafa verið rúmlega sjö metra há og sópaði hún heilu hverfunum út á haf. Borgarstjóri Derna segir að miðað við húsin sem hrundu eða ráku á brott, sé líklegt að milli átján og tuttugu þúsund manns hafi dáið. Það mun þó taka mikinn tíma að varpa ljósi á raunverulegan fjölda látinna ef það verður yfir höfuð hægt. Abdulmenam al-Ghaithi, borgarstjórinn, segist óttast að sjúkdómar muni byrja að herja á borgarbúa á næstu dögum, vegna allra líkanna sem liggja í vatninu sem situr eftir og rústunum í Derna. Hægt að koma í veg fyrir hamfarirnar Í frétt Washington Post er haft eftir embættismönnum frá Sameinuðu þjóðunum að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar eða í það minnsta bregðast betur við þeim. Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sagði blaðamönnum að yfirvöld eða einhvers konar veðurstofa hefðu getað gefið út einhverja viðvörun og reynt að flytja fólk á brott. Þannig hefði verið hægt að koma í veg fyrir flest dauðsfallanna. Töluverð óöld ríkir í Líbíu og hefur gert um árabil. Tvær ríkisstjórnir keppast um völd þar og stjórna sitthvorum hluta landsins. Derna heyrir undir ríkisstjórn herforingjans Khalifa Haftar, sem stjórnar austurhluta landsins. Sú ríkisstjórn er ekki viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Í gegnum árin hefur ástandið í Derna verið sérstaklega óreiðukennt og hafa mismunandi fylkingar stjórnað borginni. Um tíma var hún undir stjórn vígamanna Íslamska ríkisins. Í frétt Reuters segir að embættismenn í ríkisstjórn Haftars hafi kallað eftir því að hamfarirnar verði rannsakaðar og kannað verði hvort einhver beri ábyrgð á þeim og þá hver. Einhverjir hafa bent á það að sérfræðingar vöruðu við því í fyrra að stíflurnar þyrftu viðhald sem fyrst. Death toll from catastrophic flooding in Libya s eastern city of Derna could reach 20,000. An absolute tragedy. pic.twitter.com/D0oaz1bl6z— Nahel Belgherze (@WxNB_) September 13, 2023 Óöldin sögð koma niður á hjálparstarfi Hjálp hefur borist til Líbíu frá Egyptalandi, Túnis, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tyrklandi, Katar og Ítalíu, svo einhver ríki séu nefnd. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur einnig gefið út að læknar og lyf verða send til landsins. Tyrkir hafa sent tvö færanleg neyðarsjúkrahús og Ítalir hafa sent þrjár flugvélar með birgðir og hjálparstarfsmenn og tvö herskip með birgðir. Áhöfnum þeirra gekk illa að koma birgðunum á land, þar sem höfn Derna er full af braki og nánast ónothæf. Reuters segir áðurnefnda óöld í Líbíu þó hafa komið niður á hjálparstarfinu. Kort þetta sýnir hvar vatnið flæddi yfir Derna.AP
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina. 14. september 2023 07:19 Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Óttast að allt að tuttugu þúsund hafi látið lífið í Derna Nú er óttast að átján til tuttugu þúsund manns hafi látið lífið í flóðunum í líbísku borginni Derna um helgina. 14. september 2023 07:19
Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34
Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56