Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2023 20:30 Ari Bent Ómarsson bruggar vín úr vínberjunum sínum með góðum árangri, sem hann er með í gróðurskálanum hjá sér Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum. Þegar farið er um landið þá má alltaf sjá eitthvað af dúfnakofum í görðum fólks eins og á Hellissandi hjá feðgunum Ara Bent og Sigmari Bent níu ára. „Ég er með átta dúfur og það gengur bara mjög vel,“ segir Sigmar Bent. Sigmari Bent með eina af dúfunum átta, sem hann á. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta stóð á milli þess að fá hund eða dúfur og við hjónin sættumst á það að gefa honum dúfur og Smári frændi okkar, sem á heima á Rifi gaf Sigmari nokkrar dúfur. Þannig að þetta er gaman og skemmtilegt,” segir Ari Bent Ómarsson, pabbinn á heimilinu. Kirkjan við torfbæinn í garði þeirra feðga vekur nokkra athygli en kirkjan hefur komið sér sérstaklega vel þegar dúfurnar eru annars vegar. „Hún kom að góðum notum þegar einn unginn fell frá, það var mikil sorg á bænum en við fundum kassa, sem við máluðum hvítan og það fór fram jarðarför hér á bæjarstæðinu má segja. Fjölskyldan var kölluð til og svona til að lina þjáningar drengsins en þetta fór allt vel fram,” segir Ari Bent. Torfbærinn og kirkjan á lóð heimilisins rétt fyrir neðan dúfnakofann.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir feðgar eru ekki bara í dúfnarækt því Ari Bent er duglegur að rækta vínber og bruggar úr þeim eðalvínberjavín. Hann er með um 30 ára gamla vínberjaplöntu, sem gefur af sér um 30 kíló af berjum á ári. „Þetta er bara eins og venjulegt vín held ég, bara á haustin í september tekur maður þau niður og setur í tunnu. Stappar á þeim með fótunum og kreistir úr þeim safann. Svo bætir maður ýmsum efnum til að fá sætuna, sykur og hitt og þetta, sítrónu og svo leyfir maður þessu að gerjast í nokkra mánuði. Svo bara í janúar eða febrúar þá er víninu tappað á flöskur og geymt í svona ár,” segir Ari Bent, stoltur með framleiðsluna sína. Uppskeran á heimilinu er um 30 kíló af vínberjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Landbúnaður Fuglar Dýr Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þegar farið er um landið þá má alltaf sjá eitthvað af dúfnakofum í görðum fólks eins og á Hellissandi hjá feðgunum Ara Bent og Sigmari Bent níu ára. „Ég er með átta dúfur og það gengur bara mjög vel,“ segir Sigmar Bent. Sigmari Bent með eina af dúfunum átta, sem hann á. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta stóð á milli þess að fá hund eða dúfur og við hjónin sættumst á það að gefa honum dúfur og Smári frændi okkar, sem á heima á Rifi gaf Sigmari nokkrar dúfur. Þannig að þetta er gaman og skemmtilegt,” segir Ari Bent Ómarsson, pabbinn á heimilinu. Kirkjan við torfbæinn í garði þeirra feðga vekur nokkra athygli en kirkjan hefur komið sér sérstaklega vel þegar dúfurnar eru annars vegar. „Hún kom að góðum notum þegar einn unginn fell frá, það var mikil sorg á bænum en við fundum kassa, sem við máluðum hvítan og það fór fram jarðarför hér á bæjarstæðinu má segja. Fjölskyldan var kölluð til og svona til að lina þjáningar drengsins en þetta fór allt vel fram,” segir Ari Bent. Torfbærinn og kirkjan á lóð heimilisins rétt fyrir neðan dúfnakofann.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir feðgar eru ekki bara í dúfnarækt því Ari Bent er duglegur að rækta vínber og bruggar úr þeim eðalvínberjavín. Hann er með um 30 ára gamla vínberjaplöntu, sem gefur af sér um 30 kíló af berjum á ári. „Þetta er bara eins og venjulegt vín held ég, bara á haustin í september tekur maður þau niður og setur í tunnu. Stappar á þeim með fótunum og kreistir úr þeim safann. Svo bætir maður ýmsum efnum til að fá sætuna, sykur og hitt og þetta, sítrónu og svo leyfir maður þessu að gerjast í nokkra mánuði. Svo bara í janúar eða febrúar þá er víninu tappað á flöskur og geymt í svona ár,” segir Ari Bent, stoltur með framleiðsluna sína. Uppskeran á heimilinu er um 30 kíló af vínberjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Landbúnaður Fuglar Dýr Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira