Fótbolti

Ó­vissa uppi um næstu skref hjá Ara Frey: „Eina sem ég hef lifað fyrir“

Aron Guðmundsson skrifar
Ari Freyr í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma
Ari Freyr í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma TF-Images/Getty Images

Samningur Ara Freys Skúla­sonar, at­vinnu­manns og fyrrum lands­liðs­manns Ís­lands í fót­bolta, við sænska úr­vals­deildar­fé­lagið IFK Norr­köping rennur út eftir yfir­standandi tíma­bil. Ó­vissa er uppi um fram­haldið.

„Ég er að verða gamall. Við höfum átt í við­ræðum og hlutirnir eru að þróast í rétta átt en við verðum bara að sjá til hvar þetta endar,“ segir Ari Frey í við tali við NT-Sporten. Ég væri til í að vera á­fram hjá Norr­köping, hvort ég vil vera það sem leik­maður eða ekki hef ég ekki á­kveðið.“

Ari Freyr í leik með NorrköpingTwitter-síða IFK Norrköping.

Ari Freyr hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjar­setu á yfir­standandi tíma­bili en hann er ekki á því að leggja skóna á hilluna alveg strax.

„Það er eitt­hvað eftir á tankinum hjá mér og líkam­lega séð er ég í góðu standi. En að spila á hæsta gæða­stigi í Sví­þjóð, ég veit ekki hvort ég sé alveg á þeim stað enn þá. Ég gæti spilað fót­bolta í eitt til tvö ár til við­bótar en þá gæti það verið annars staðar.“

Þessi 36 ára gamli bak­vörður á að baki 83 leiki fyrir ís­lenska lands­liðið og hefur á sínum ferli spilað í Sví­þjóð, Belgíu og Dan­mörku.

„Ég hef verið at­vinnu­maður í 21 ár, þetta er það eina sem ég hef lifað fyrir. Það er því ný á­skorun að hugsa um það hvað tekur við þegar skórnir fara á hilluna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×