Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2023 22:22 Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks. Egill Aðalsteinsson Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af framkvæmdum. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið í maí í fyrra og núna hyllir undir verklok. Bundið slitlag var í síðustu viku lagt á ríflega tveggja kílómetra kafla vegarins. Enn er þó mikil vinna eftir við að klára alla ellefu kílómetrana. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson „Við stefnum á að það verði hægt að aka hér í gegn í lok október. Og við bara vonum að veðurguðirnir verði góðir við okkur og við náum að fylgja því,“ segir Atli Þór Jóhannsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Borgarverks. Hann tók við starfinu þann 1. september af Óskari Sigvaldasyni, sem selt hefur eignarhlut sinn í fyrirtækinu til meðeigenda síns til margra ára, Kristins Sigvaldasonar. Vegagerðin umdeilda er sennilega undir smásjá margra. Í hinum eiginlega Teigsskógi sést hvernig veglínan liggur ofan við mesta skógarþykknið og hvernig reynt er að hlífa hæsta og gróskumesta hluta skógarins. „Við höfum nú gaman að segja frá því að við höfum fengið hrós frá mörgum stöðum, og sérstaklega frá náttúrufræðingum, hvað frágangur hefur gengið vel hérna og að varðveita skóginn,“ segir Atli Þór. Neðan eyðibýlisins Hallsteinsness liggur veglínan í fjöruborðinu um vogskorna strandlengju með fjölda skerja. Þar má sjá hvernig búið er að þekja vegkanta með náttúrulegum gróðri svæðisins. „Hérna var sérstök áhersla lögð á að ganga frá svokölluðum staðgróðri jafnóðum og verður í rauninni gott fyrir fólk að fylgjast með á næstum árum hvernig vegurinn á eiginlega að hafa dottið af himnum ofan,“ segir verktakinn. Neðan Hallsteinsness liggur vegurinn í fjöruborðinu.Egill Aðalsteinsson Fegurð Teigsskógarsvæðisins í Þorskafirði hefur verið dásömuð. En verða gerðir áningarstaðir svo vegfarendur geti einnig notið svæðisins? „Nei. Þú verður að eiga það við Vegagerðina. Við gerum bara eins og okkur er sagt.“ -Þannig að Vegagerðin bað ekki um neinn áningarstað? „Ekki samkvæmt hönnuninni, eins og hún er núna. En það má endilega bæta því við, ef það þarf,“ svarar Atli Þór. Frá Hallsteinsnesi er kominn nýr sveitavegur inn Djúpafjörð að bænum Djúpadal. Þessi kafli mun gegna hlutverki Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur.Egill Aðalsteinsson Við Hallsteinsnes má sjá nýjan sveitaveg að bænum Djúpadal, sem annar verktaki, Norðurtak, er að leggja lokahönd á. Sá vegur mun tímabundið þjóna hlutverki Vestfjarðavegar, eða þar til lokaáföngum lýkur; þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Borgarverk er þegar búið að leggja hluta fyllingar út í sjó í átt að væntanlegu brúarstæði yfir Djúpafjörð. Vegfylling er komin út í mynni Djúpafjarðar út frá Hallsteinsnesi.Egill Aðalsteinsson Vegagerðin er núna búin að bjóða út næsta áfanga, sem eru fyllingar milli Hallsteinsness og Skálaness á 3,6 kílómetra kafla. Tilboðsfrestur rennur út 10. október næstkomandi en verkinu skal að fullu lokið eftir tvö ár, 30. september 2025. Þá verður brúarsmíðin yfir firðina eftir. Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af framkvæmdum. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið í maí í fyrra og núna hyllir undir verklok. Bundið slitlag var í síðustu viku lagt á ríflega tveggja kílómetra kafla vegarins. Enn er þó mikil vinna eftir við að klára alla ellefu kílómetrana. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson „Við stefnum á að það verði hægt að aka hér í gegn í lok október. Og við bara vonum að veðurguðirnir verði góðir við okkur og við náum að fylgja því,“ segir Atli Þór Jóhannsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Borgarverks. Hann tók við starfinu þann 1. september af Óskari Sigvaldasyni, sem selt hefur eignarhlut sinn í fyrirtækinu til meðeigenda síns til margra ára, Kristins Sigvaldasonar. Vegagerðin umdeilda er sennilega undir smásjá margra. Í hinum eiginlega Teigsskógi sést hvernig veglínan liggur ofan við mesta skógarþykknið og hvernig reynt er að hlífa hæsta og gróskumesta hluta skógarins. „Við höfum nú gaman að segja frá því að við höfum fengið hrós frá mörgum stöðum, og sérstaklega frá náttúrufræðingum, hvað frágangur hefur gengið vel hérna og að varðveita skóginn,“ segir Atli Þór. Neðan eyðibýlisins Hallsteinsness liggur veglínan í fjöruborðinu um vogskorna strandlengju með fjölda skerja. Þar má sjá hvernig búið er að þekja vegkanta með náttúrulegum gróðri svæðisins. „Hérna var sérstök áhersla lögð á að ganga frá svokölluðum staðgróðri jafnóðum og verður í rauninni gott fyrir fólk að fylgjast með á næstum árum hvernig vegurinn á eiginlega að hafa dottið af himnum ofan,“ segir verktakinn. Neðan Hallsteinsness liggur vegurinn í fjöruborðinu.Egill Aðalsteinsson Fegurð Teigsskógarsvæðisins í Þorskafirði hefur verið dásömuð. En verða gerðir áningarstaðir svo vegfarendur geti einnig notið svæðisins? „Nei. Þú verður að eiga það við Vegagerðina. Við gerum bara eins og okkur er sagt.“ -Þannig að Vegagerðin bað ekki um neinn áningarstað? „Ekki samkvæmt hönnuninni, eins og hún er núna. En það má endilega bæta því við, ef það þarf,“ svarar Atli Þór. Frá Hallsteinsnesi er kominn nýr sveitavegur inn Djúpafjörð að bænum Djúpadal. Þessi kafli mun gegna hlutverki Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur.Egill Aðalsteinsson Við Hallsteinsnes má sjá nýjan sveitaveg að bænum Djúpadal, sem annar verktaki, Norðurtak, er að leggja lokahönd á. Sá vegur mun tímabundið þjóna hlutverki Vestfjarðavegar, eða þar til lokaáföngum lýkur; þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Borgarverk er þegar búið að leggja hluta fyllingar út í sjó í átt að væntanlegu brúarstæði yfir Djúpafjörð. Vegfylling er komin út í mynni Djúpafjarðar út frá Hallsteinsnesi.Egill Aðalsteinsson Vegagerðin er núna búin að bjóða út næsta áfanga, sem eru fyllingar milli Hallsteinsness og Skálaness á 3,6 kílómetra kafla. Tilboðsfrestur rennur út 10. október næstkomandi en verkinu skal að fullu lokið eftir tvö ár, 30. september 2025. Þá verður brúarsmíðin yfir firðina eftir.
Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23
Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27
Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57
Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41