Fótbolti

Rekinn í annað sinn á innan við ári

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Santos eftir leikinn örlagaríka sem varð til brottreksturs hans frá Portúgal.
Santos eftir leikinn örlagaríka sem varð til brottreksturs hans frá Portúgal.

Pólska knattspyrnusambandið hefur leyst portúgalann Fernando Santos frá störfum. Santos þjálfaði áður portúgalska landsliðið en var látinn fara fljótlega eftir heimsmeistarakeppnina í fyrra. 

Eftir aðeins átta mánuði í starfi hefur Fernando Santos verið rekinn sem þjálfari pólska landsliðsins í fótbolta. Brottreksturinn kemur í kjölfar 2-0 taps gegn Albaníu í undankeppni EM. Santos tók svo við pólska landsliðinu í byrjun eftir brottrekstur sinn frá því portúgalska. Hann stýrði liðinu í sex leikjum, tapaði þremur og vann þrjá. 

Santos stýrði portúgalska landsliðinu frá árinu 2014 og varð Evrópumeistari með þeim. Þjálfarinn hlaut mikla gagnrýni fyrir að setja Cristiano Ronaldo á varamannabekkinn í báðum útsláttarleikjum Portúgals á HM í Katar 2022. Portúgal vann fyrri leikinn en datt svo út gegn Marokkó í 8-liða úrslitum og þjálfarinn var rekinn í kjölfarið. 

Pólska landsliðið situr í 4. sæti E-riðils í undankeppni EM og á enn góðan möguleika á því að komast í lokakeppnina. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×