Vill að fólk hætti að skrifa minningargreinar um lið sitt í kjölfar áfallsins mikla Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 10:31 Rodgers í leiknum gegn Bills í gær áður en allt endaði með ósköpum. Vísir/Getty Þjálfari NFL-deildar liðsins New York Jets biður fólk vinsamlegast um að hætta að skrifa minningargreinar um lið sitt nú þegar að ljóst er að aðalleikstjórnandi Jets verður frá út tímabilið. Í gær var það staðfest að hinn 39 ára gamli Aaron Rodgers, sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir lið New York Jets, hefði slitið hásin og yrði frá út tímabilið. Í kjölfarið hefur trú veðbanka á góðu gengi Jets á yfirstandandi tímabili fjarað út en Robert Saleh, þjálfari Jets, segir of snemmt að afskrifa liðið. „Ég veit ekki af hverju fólk hefur verið að rita minningargreinar um okkur,“ sagði Saleh við blaðamenn ytra í gegnum Zoom samskiptaforritið. Robert Saleh, þjálfari New York JetsVísir/Getty Í Rodgers hafa þeir misst sinn reynslumesta leikmann sem hefur í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar og einu sinni orðið Super Bowl meistari. Fjarvera hans út tímabilið, og möguleg endalok á ferli hans, hafa hrundið af stað orðrómum um það hvaða hringekja fari nú í gang hjá Jets en Saleh reyndi sitt allra besta að kveða þá niður. Zach Wilson er nú fyrsta val Jets í leikstjórnandastöðuna en búist er við því að Jets sæki einnig reynslumeiri leikstjórnanda. Mikil ábyrgð verður lögð á herðar hins reynslulitla Zach Wilson, sem þarf að stíga upp í fjarveru RodgersVísir/Getty „Ég vil að það sé alveg ljóst að Zach er okkar leikstjórnandi og við höfum mikla trú á honum,“ sagði Saleh um leikstjórnandastöðu Jets. „Þetta er liðið hans Zach og við höldum tryggð við hann.“ Zach Wilson átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og mun á sunnudaginn kemur byrja sinn 23 leik á NFL-ferlinum. Rodgers þurfi að svara fyrir spurningar um framtíð sína Robert Saleh var einnig spurður út í framtíð Aaron Rodgers en vildi lítið láta draga sig í einhverjar spekúlasjónir. „Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá er hann niðurbrotinn núna. Ég mun leyfa honum að svara þessum spurningum um framtíð hans. “ Hvað tekur við hjá Aaron Rodgers? Í það minnsta endurhæfing og svo verður staðan tekin. „Það er samtal sem mun þurfa að eiga sér stað á öðrum degi. Eftir allt það sem hann hefur lagt í þetta, þá er hann að sjálfsögðu vonsvikinn núna.“ Hann vill hins vegar hafa Rodgers eins nálægt Jets liðinu og hann getur. NFL Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Í gær var það staðfest að hinn 39 ára gamli Aaron Rodgers, sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir lið New York Jets, hefði slitið hásin og yrði frá út tímabilið. Í kjölfarið hefur trú veðbanka á góðu gengi Jets á yfirstandandi tímabili fjarað út en Robert Saleh, þjálfari Jets, segir of snemmt að afskrifa liðið. „Ég veit ekki af hverju fólk hefur verið að rita minningargreinar um okkur,“ sagði Saleh við blaðamenn ytra í gegnum Zoom samskiptaforritið. Robert Saleh, þjálfari New York JetsVísir/Getty Í Rodgers hafa þeir misst sinn reynslumesta leikmann sem hefur í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar og einu sinni orðið Super Bowl meistari. Fjarvera hans út tímabilið, og möguleg endalok á ferli hans, hafa hrundið af stað orðrómum um það hvaða hringekja fari nú í gang hjá Jets en Saleh reyndi sitt allra besta að kveða þá niður. Zach Wilson er nú fyrsta val Jets í leikstjórnandastöðuna en búist er við því að Jets sæki einnig reynslumeiri leikstjórnanda. Mikil ábyrgð verður lögð á herðar hins reynslulitla Zach Wilson, sem þarf að stíga upp í fjarveru RodgersVísir/Getty „Ég vil að það sé alveg ljóst að Zach er okkar leikstjórnandi og við höfum mikla trú á honum,“ sagði Saleh um leikstjórnandastöðu Jets. „Þetta er liðið hans Zach og við höldum tryggð við hann.“ Zach Wilson átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og mun á sunnudaginn kemur byrja sinn 23 leik á NFL-ferlinum. Rodgers þurfi að svara fyrir spurningar um framtíð sína Robert Saleh var einnig spurður út í framtíð Aaron Rodgers en vildi lítið láta draga sig í einhverjar spekúlasjónir. „Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá er hann niðurbrotinn núna. Ég mun leyfa honum að svara þessum spurningum um framtíð hans. “ Hvað tekur við hjá Aaron Rodgers? Í það minnsta endurhæfing og svo verður staðan tekin. „Það er samtal sem mun þurfa að eiga sér stað á öðrum degi. Eftir allt það sem hann hefur lagt í þetta, þá er hann að sjálfsögðu vonsvikinn núna.“ Hann vill hins vegar hafa Rodgers eins nálægt Jets liðinu og hann getur.
NFL Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14