Hægriflokkurinn með meirihluta í Noregi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 09:45 Erna Solberg, formaður Høyre, á kosningavöku flokksins í Osló í gær. Flokkurinn vann meirihluta víða í Noregi. Vísir/EPA Hægriflokkurinn Høyre hlaut víða meirihluta í sveitarstjórnarkosningum í Noregi í gær. Nærri 100 ár eru síðan Høyre var stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Hægriflokkurinn Høyre vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í nótt en flokkurinn hlaut tæplega 26 prósent atkvæða á landsvísu og Verkamannaflokkurinn tæplega 22 prósent. Til samanburðar hlaut Höyre tuttugu prósent atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og Verkamannaflokkurinn tæplega 25 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1924 sem Hoyre er stærsti flokkurinn í kosningum, en það hefur alla jafna verið hlutskipti Verkamannaflokksins. Meirihlutann í Osló halda nú flokkarnir Høyre, KrF, FRP og Venstre en það eru einnig flokkarnir sem Høyre sagðist vilja vinna með eftir kosningar í höfuðborginni. Høyre hlaut 32,6 prósent atkvæða og bætti við sig sjö prósentustigum frá seinustu kosningum. KrF hlaut 1,7 prósent atkvæða, FRP hlaut sex prósent og Venstre níu prósent. Samanlagt er það 46,3 prósent. „Það eru miklar tilfinningar í dag,“ segir Raymond Johansen í viðtali við norska miðilinn NRK sem nú lætur af störfum sem borgarstjóri Oslóar en hann er oddviti Verkamannaflokksins og hefur setið sem borgarstjóri síðan 2015. Í heildina á litið vann Verkamannaflokkurinn meirihluta í 121 kommúnu en Høyre meirihluta í 83. Ef litið er til fylkja vann Høyre meirihluta í sjö af tólf en Verkamannaflokkurinn í fimm og Fremskrittspartiet meirihluta í einu. Nánar hér á vef NRK. Tveir nýir borgarstjórar Í viðtalinu kemur fram að hann sé mjög vonsvikinn með niðurstöðurnar. Fleiri hafa tekið undir það en haft er eftir leiðtoga LO, Peggy Følsvik, á vef Aftenposten að hún sé mjög vonsvikin en að nú komi í ljós hvort að raunverulega sé hægt að uppfylla loforð sem hægriflokkarnir hafa sett fram. Líklegt er að Eirik Lae Solberg í Hægriflokknum taki við af Johansen sem borgarstjóri og Anna Lindboe sem hinn borgarstjóri borgarinnar og tekur við af Marianne Borgen. Tveir borgarstjórar eru í Osló. Annar stýrir borgarstjórn og hinn sinnir formlegum athöfnum og hefur engin pólitísk völd. „Markmið viðræðna þessar flokka er að búa Osló undir nýja borgarstjórn og nýja pólitíska stefnu. Og að Anne Lindboe sé kjörin borgarstjóri,“ sagði Lae Solberg í gær er kemur fram í frétt NRK. Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, fylgist hér með niðurstöðum í gærkvöldi. Vísir/EPA Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gærkvöldi að niðurstaðan væri á engan hátt eins og hann hafði vonast eftir. Flokksmenn hafi vitað að verkefnið væri erfitt og að niðurstaðan væri á engan hátt ásættanleg. Noregur Tengdar fréttir Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Hægriflokkurinn Høyre vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í nótt en flokkurinn hlaut tæplega 26 prósent atkvæða á landsvísu og Verkamannaflokkurinn tæplega 22 prósent. Til samanburðar hlaut Höyre tuttugu prósent atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og Verkamannaflokkurinn tæplega 25 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1924 sem Hoyre er stærsti flokkurinn í kosningum, en það hefur alla jafna verið hlutskipti Verkamannaflokksins. Meirihlutann í Osló halda nú flokkarnir Høyre, KrF, FRP og Venstre en það eru einnig flokkarnir sem Høyre sagðist vilja vinna með eftir kosningar í höfuðborginni. Høyre hlaut 32,6 prósent atkvæða og bætti við sig sjö prósentustigum frá seinustu kosningum. KrF hlaut 1,7 prósent atkvæða, FRP hlaut sex prósent og Venstre níu prósent. Samanlagt er það 46,3 prósent. „Það eru miklar tilfinningar í dag,“ segir Raymond Johansen í viðtali við norska miðilinn NRK sem nú lætur af störfum sem borgarstjóri Oslóar en hann er oddviti Verkamannaflokksins og hefur setið sem borgarstjóri síðan 2015. Í heildina á litið vann Verkamannaflokkurinn meirihluta í 121 kommúnu en Høyre meirihluta í 83. Ef litið er til fylkja vann Høyre meirihluta í sjö af tólf en Verkamannaflokkurinn í fimm og Fremskrittspartiet meirihluta í einu. Nánar hér á vef NRK. Tveir nýir borgarstjórar Í viðtalinu kemur fram að hann sé mjög vonsvikinn með niðurstöðurnar. Fleiri hafa tekið undir það en haft er eftir leiðtoga LO, Peggy Følsvik, á vef Aftenposten að hún sé mjög vonsvikin en að nú komi í ljós hvort að raunverulega sé hægt að uppfylla loforð sem hægriflokkarnir hafa sett fram. Líklegt er að Eirik Lae Solberg í Hægriflokknum taki við af Johansen sem borgarstjóri og Anna Lindboe sem hinn borgarstjóri borgarinnar og tekur við af Marianne Borgen. Tveir borgarstjórar eru í Osló. Annar stýrir borgarstjórn og hinn sinnir formlegum athöfnum og hefur engin pólitísk völd. „Markmið viðræðna þessar flokka er að búa Osló undir nýja borgarstjórn og nýja pólitíska stefnu. Og að Anne Lindboe sé kjörin borgarstjóri,“ sagði Lae Solberg í gær er kemur fram í frétt NRK. Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, fylgist hér með niðurstöðum í gærkvöldi. Vísir/EPA Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gærkvöldi að niðurstaðan væri á engan hátt eins og hann hafði vonast eftir. Flokksmenn hafi vitað að verkefnið væri erfitt og að niðurstaðan væri á engan hátt ásættanleg.
Noregur Tengdar fréttir Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02