Óttast að Rodgers hafi slitið hásin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 13:02 Rodgers meiddist við þessa tæklingu. Michael Owens/Getty Images Tímabil New York Jets í NFL-deildinni hófst með sigri á Buffalo Bills en leikstjórnandi liðsins, hinn þaulreyndi Aaron Rodgers, gæti verið frá út tímabilið. Þar sem Rodgers er orðinn 39 ára gamall gæti ferillinn verið búinn en óttast er að hann hafi slitið hásin. Rodgers gekk í raðir Jets í sumar og var að spila sinn fyrsta leik þegar Jets mætti Bills í síðasta leik fyrstu leikviku NFL-deildarinnar. Snemma leiks meiddist hann illa á hásin og er talið næsta öruggt að hún sé slitin. Rodgers verður skoðaður frekar í dag, þriðjudag, og þá ætti það að koma endanlega í ljós. Rodgers meiddist þegar tíu mínútur og 56 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Hann var að reyna koma sér undan því að vera tæklaður þegar vinstri fótur hans virtist festast í grasinu og hann sneri upp á fótlegginn. Í vor meiddist Rodgers á sama fæti en þá var um kálfameiðsli að ræða. Aaron Rodgers was injured and helped off the field on the first Jets drive vs. the Bills. pic.twitter.com/vtKHRW566V— ESPN (@espn) September 12, 2023 Rodgers lá í dágóða stund áður en hann fékk aðstoð við að komast út af vellinum. Skömmu síðar hélt hann til búningsklefa og ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Zach Wilson, maðurinn sem Rodgers átti að leysa af hólmi, kom inn af bekknum og hjálpaði Jets að vinna sex stiga sigur, lokatölur 22-16. NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira
Rodgers gekk í raðir Jets í sumar og var að spila sinn fyrsta leik þegar Jets mætti Bills í síðasta leik fyrstu leikviku NFL-deildarinnar. Snemma leiks meiddist hann illa á hásin og er talið næsta öruggt að hún sé slitin. Rodgers verður skoðaður frekar í dag, þriðjudag, og þá ætti það að koma endanlega í ljós. Rodgers meiddist þegar tíu mínútur og 56 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Hann var að reyna koma sér undan því að vera tæklaður þegar vinstri fótur hans virtist festast í grasinu og hann sneri upp á fótlegginn. Í vor meiddist Rodgers á sama fæti en þá var um kálfameiðsli að ræða. Aaron Rodgers was injured and helped off the field on the first Jets drive vs. the Bills. pic.twitter.com/vtKHRW566V— ESPN (@espn) September 12, 2023 Rodgers lá í dágóða stund áður en hann fékk aðstoð við að komast út af vellinum. Skömmu síðar hélt hann til búningsklefa og ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Zach Wilson, maðurinn sem Rodgers átti að leysa af hólmi, kom inn af bekknum og hjálpaði Jets að vinna sex stiga sigur, lokatölur 22-16.
NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira