Óttast að Rodgers hafi slitið hásin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 13:02 Rodgers meiddist við þessa tæklingu. Michael Owens/Getty Images Tímabil New York Jets í NFL-deildinni hófst með sigri á Buffalo Bills en leikstjórnandi liðsins, hinn þaulreyndi Aaron Rodgers, gæti verið frá út tímabilið. Þar sem Rodgers er orðinn 39 ára gamall gæti ferillinn verið búinn en óttast er að hann hafi slitið hásin. Rodgers gekk í raðir Jets í sumar og var að spila sinn fyrsta leik þegar Jets mætti Bills í síðasta leik fyrstu leikviku NFL-deildarinnar. Snemma leiks meiddist hann illa á hásin og er talið næsta öruggt að hún sé slitin. Rodgers verður skoðaður frekar í dag, þriðjudag, og þá ætti það að koma endanlega í ljós. Rodgers meiddist þegar tíu mínútur og 56 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Hann var að reyna koma sér undan því að vera tæklaður þegar vinstri fótur hans virtist festast í grasinu og hann sneri upp á fótlegginn. Í vor meiddist Rodgers á sama fæti en þá var um kálfameiðsli að ræða. Aaron Rodgers was injured and helped off the field on the first Jets drive vs. the Bills. pic.twitter.com/vtKHRW566V— ESPN (@espn) September 12, 2023 Rodgers lá í dágóða stund áður en hann fékk aðstoð við að komast út af vellinum. Skömmu síðar hélt hann til búningsklefa og ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Zach Wilson, maðurinn sem Rodgers átti að leysa af hólmi, kom inn af bekknum og hjálpaði Jets að vinna sex stiga sigur, lokatölur 22-16. NFL Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Rodgers gekk í raðir Jets í sumar og var að spila sinn fyrsta leik þegar Jets mætti Bills í síðasta leik fyrstu leikviku NFL-deildarinnar. Snemma leiks meiddist hann illa á hásin og er talið næsta öruggt að hún sé slitin. Rodgers verður skoðaður frekar í dag, þriðjudag, og þá ætti það að koma endanlega í ljós. Rodgers meiddist þegar tíu mínútur og 56 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Hann var að reyna koma sér undan því að vera tæklaður þegar vinstri fótur hans virtist festast í grasinu og hann sneri upp á fótlegginn. Í vor meiddist Rodgers á sama fæti en þá var um kálfameiðsli að ræða. Aaron Rodgers was injured and helped off the field on the first Jets drive vs. the Bills. pic.twitter.com/vtKHRW566V— ESPN (@espn) September 12, 2023 Rodgers lá í dágóða stund áður en hann fékk aðstoð við að komast út af vellinum. Skömmu síðar hélt hann til búningsklefa og ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Zach Wilson, maðurinn sem Rodgers átti að leysa af hólmi, kom inn af bekknum og hjálpaði Jets að vinna sex stiga sigur, lokatölur 22-16.
NFL Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira