„Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. september 2023 21:20 Jóhann Berg Guðmundsson var með fyrirliðabandið í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu þar sem Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, var afar ánægður með sigurinn. „Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira
„Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira