Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa fleiri fasteignir í Vestmannaeyjum
![Fjárfestahópurinn keypti Hótel Vestmannaeyjar og Hótel Selfoss í fyrra.](https://www.visir.is/i/075D96BE6734D5B992271A53F0C6166E74D91ADAD90B9A9543BBA0311FF95690_713x0.jpg)
Kaldalón seldi eignarhaldsfélaginu JAE, sem meðal annars er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, nokkrar fasteignir í Vestmannaeyjum sem nýttar hafa verið í ferðaþjónustu: íbúðahótel, fjögur einbýlishús við golfvöll og tvær lúxusíbúðir við bryggjuna, samkvæmt heimildum Innherja.