Innlent

Þeim fjölgar sem er vísað beint úr landi að loknu gæslu­varð­haldi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm

Það sem af er ári hefur 44 einstaklingum verið vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðahaldi en allt árið í fyrra var heildarfjöldinn 36. Fangelsismálastofnun hefur ekki upplýsingar um það hversu stór hluti hópsins eru hælisleitendur.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

„Þetta eru ein­stak­ling­ar sem er vísað úr landi strax eft­ir gæslu­v­arðhald. Hluti þess­ara fanga er vænt­an­lega vistaður í gæslu­v­arðhaldi til þess að tryggja nær­veru við yf­ir­völd og að þeir fari úr landi,“ seg­ir Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri í samtali við blaðið.

Hann segist sammála ráðherra um að það væri æskilegt að finna annað úrræði fyrir þessa einstaklinga en vistun í öryggisfangelsi.

Gæsluvarðhaldsfangar eru nú 32,2 prósent fanga en voru 23,8 prósent í fyrra og 13,5 prósent árið 2021.

Heildarfjöldi einstaklinga á boðunarlista í fangelsunum eru 267 en var 340 fyrir nokkrum mánuðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×