Launahæsti varnarmaðurinn í NFL: „Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:04 Nick Bosa er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Vísir/Getty Nick Bosa skrifaði á dögunum undir samning við San Fransisco 49ers sem gerir hann að hæstlaunaðasta varnarmanni í sögu NFL. Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira
Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Sjá meira