Sport

Söfnuðu yfir tveimur milljónum punda í góðgerðarleik

Andri Már Eggertsson skrifar
Sigurvegarinn var kynntur með pompi og prakt
Sigurvegarinn var kynntur með pompi og prakt Twitter/@ZerkaaHD

Í gær var spilaður góðgerðarleikur á heimavelli West Ham í Lundúnum. Uppselt var á leikinn en Sidemen hópurinn stóð fyrir þessum leik.

Sidemen er hópur af mönnum sem eru njóta mikla vinsælda á Youtube. Mennirnir eru þekktir sem KSI, Miniminter, Zerkaa, TBJZL, Behzinga, Vikkstar123, og W2S. Þessir menn eru afar vinsælir á Youtube og eru með 138 milljónir áskrifendur. 

 

Sidemen mættu öðrum Youtube stjörnum en Sidemen hafði betur í 13 marka leik 8-5. IShowSpeed var einnig meðal leikmanna. Speed er átján ára gamall Bandaríkjamaður og er einn sá allra vinsælasti á samfélagsmiðlunum hjá ungu kynslóðinni.

Þessi fótboltaleikur var afar vel heppnaðar en hann safnaði yfir tveimur milljónum punda til góðgerðarmála sem eru tæplega 335 milljónir íslenskra króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×