Sport

Goff gefið 359 heppnaðar sendingar og nálgast met Rodgers

Andri Már Eggertsson skrifar
Jared Goff í fyrsta leik tímabilsins gegn Kansas City Chiefs
Jared Goff í fyrsta leik tímabilsins gegn Kansas City Chiefs Vísir/Getty

Jared Goff, leikstjórnandi Detroit Lions, nálgast ótrúlegt met þar sem hann hefur gefið 359 heppnaðar sendingar án þess að kasta boltanum í hendur andstæðings. 

NFL-deildin fór af stað síðasta fimmtudag þar sem Detroit Lions hafði betur gegn ríkjandi meisturum Kansas City Chiefs í opnunarleik.

 

Goff hefur gefið 359 sendingar án þess að kasta boltanum frá sér sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar.

Goff kastaði boltanum síðast frá sér í níundu umferð á síðasta tímabili gegn Green Bay Packers. Tom Brady er í öðru sæti með 399 heppnaðar sendingar sem endaði árið 2022. Brady hafði áður komist á þennan lista en þá gaf hann 358 heppnaðar sendingar í röð frá árinu 2010-2011 án þess að kasta frá sér. Goff tók fram úr honum í síðasta leik gegn Chiefs.

 

Goff þarf 44 heppnaðar sendingar í viðbót til þess að slá metið. Aaron Rodgers á metið með 403 heppnaðar sendingar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×