Juventus úr leik í Meistaradeildinni eftir vítakeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 14:02 Sara Björk með boltann í leik Juventus á miðvikudag. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði í dag gegn Frankfurt eftir vítakeppni. Forkeppni Meistaradeildarinnar er skipt í tvennt, annars vegar er um ræða lið sem urðu meistarar í sínum löndum og hins vegar lið frá löndum sem eiga fleiri en eitt sæti í Meistaradeildinni. Juventus og Frankfurt tilheyra síðarnefnda flokknum. Juventus lagði Okzhetpes Kokshetau í undanúrslitum riðilsins á miðvikudag á meðan Frankfurt, sem fjórum sinnum hefur hrósað sigri í keppninni, lagði FC Slovacko Uherske. Leikurinn í dag var því úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í næstu umferð forkeppninnar þar sem fleiri lið bætast í hópinn. Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag og spilaði í sinni stöðu á miðri miðjunni. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en í upphafi þess síðari kom Sofia Cantore Juventus yfir þegar hún fylgdi eftir skoti sem Stina Johannes í marki Frankfurt hafði varið. JUVENTUS WOMEN TAKE THE LEAD VS FRANKFURT THANKS TO SOFIA CANTORE Champions League football pic.twitter.com/8llM2Jdx1U— Juve Canal (@juve_canal) September 9, 2023 Frankfurt tókst þó að jafna metin á 66. mínútu þegar Lara Prasnikar skoraði af markteig eftir magnaðan sprett Nicole Anyomi sem hljóp með boltann upp stóran hluta vallarins. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Frankfurt átti tvö skot í þverslána í fyrri hluta framlengingar og virtust líklegar til að tryggja sér sigurinn. Sara Björk komst reyndar nálægt því að tryggja Juventus sigurinn þegar skammt var eftir. Johannes fór þá í úthlaup, missti boltann en varnarmenn Frankfurt náðu að bægja skalla Söru Bjarkar frá á marklínunni. Skömmu síðar var Söru Björk skipt af velli vegna þess sem að því er virtust vera smávægileg meiðsli. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð í framlengingunni varð að knýja fram úrslit með vítaspyrnukeppni. Þegar komið var fram í fimmtu umferð vítakeppninnar var Juventus með yfirhöndina. Lineth Beerensteyn fékk tækifærið til að tryggja Juventus sigurinn en Johannes í markinu varði. Í annarri umferð varði síðan Johannes enn á ný, í þetta skiptið frá Paulina Nyström. Leikmenn Frankfurt fögnuðu gríðarlega en niðurstaðan afar svekkjandi fyrir Söru Björk og liðsfélaga hennar sem misstu af gullnu tækifæri að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Forkeppni Meistaradeildarinnar er skipt í tvennt, annars vegar er um ræða lið sem urðu meistarar í sínum löndum og hins vegar lið frá löndum sem eiga fleiri en eitt sæti í Meistaradeildinni. Juventus og Frankfurt tilheyra síðarnefnda flokknum. Juventus lagði Okzhetpes Kokshetau í undanúrslitum riðilsins á miðvikudag á meðan Frankfurt, sem fjórum sinnum hefur hrósað sigri í keppninni, lagði FC Slovacko Uherske. Leikurinn í dag var því úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í næstu umferð forkeppninnar þar sem fleiri lið bætast í hópinn. Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag og spilaði í sinni stöðu á miðri miðjunni. Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en í upphafi þess síðari kom Sofia Cantore Juventus yfir þegar hún fylgdi eftir skoti sem Stina Johannes í marki Frankfurt hafði varið. JUVENTUS WOMEN TAKE THE LEAD VS FRANKFURT THANKS TO SOFIA CANTORE Champions League football pic.twitter.com/8llM2Jdx1U— Juve Canal (@juve_canal) September 9, 2023 Frankfurt tókst þó að jafna metin á 66. mínútu þegar Lara Prasnikar skoraði af markteig eftir magnaðan sprett Nicole Anyomi sem hljóp með boltann upp stóran hluta vallarins. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Frankfurt átti tvö skot í þverslána í fyrri hluta framlengingar og virtust líklegar til að tryggja sér sigurinn. Sara Björk komst reyndar nálægt því að tryggja Juventus sigurinn þegar skammt var eftir. Johannes fór þá í úthlaup, missti boltann en varnarmenn Frankfurt náðu að bægja skalla Söru Bjarkar frá á marklínunni. Skömmu síðar var Söru Björk skipt af velli vegna þess sem að því er virtust vera smávægileg meiðsli. Þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð í framlengingunni varð að knýja fram úrslit með vítaspyrnukeppni. Þegar komið var fram í fimmtu umferð vítakeppninnar var Juventus með yfirhöndina. Lineth Beerensteyn fékk tækifærið til að tryggja Juventus sigurinn en Johannes í markinu varði. Í annarri umferð varði síðan Johannes enn á ný, í þetta skiptið frá Paulina Nyström. Leikmenn Frankfurt fögnuðu gríðarlega en niðurstaðan afar svekkjandi fyrir Söru Björk og liðsfélaga hennar sem misstu af gullnu tækifæri að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira