Innlent

Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér

Jón Þór Stefánsson skrifar
Fólk í höfuðborginni Rabat hefur þurft að leita sér skjóls á götum úti vegna jarðskjálftans sem hefur farið illa með byggingar, sem eru margar hverjar mjög gamlar.
Fólk í höfuðborginni Rabat hefur þurft að leita sér skjóls á götum úti vegna jarðskjálftans sem hefur farið illa með byggingar, sem eru margar hverjar mjög gamlar. EPA

Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem hvetur jafnframt Íslendinga til að hringja í neyðarnúmer borgarþjónustunnar ef aðstoðar er þörf.

Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. Skjálftinn fannst víða um landið, en hann var 6,8 að stærð.

Óttast er að tala látinna muni fara hækkandi, en björgunarsveitir vinna nú að því að koma fólki til bjargar.

Borgaraþjónustan biður fólk um að virða lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með staðbundnum fjölmiðlum.

Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum um tölu látinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×