Ójafnt er gefið Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 9. september 2023 08:01 Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á næstu vikum og mánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg og í gegnum Miðdali og svo hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Samgöngur Byggðamál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á næstu vikum og mánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg og í gegnum Miðdali og svo hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar