Alfreð: Ég býst við því að gera betur í svona færum Árni Jóhannsson skrifar 8. september 2023 21:20 Alfreð var svekktur með ýmislegt í kvöld Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Íslands í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 3-1 á útivelli í undankeppni EM 2024. Hann var að sjálfsögðu svekktur með ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega það að leikmenn Íslands hafi ekki verið skarpir í báðum teigum leiksins. Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú getur sungið í sturtunni heima hjá þér en það er ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira
Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú getur sungið í sturtunni heima hjá þér en það er ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira
Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43
„Þú getur sungið í sturtunni heima hjá þér en það er ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“