Alfreð: Ég býst við því að gera betur í svona færum Árni Jóhannsson skrifar 8. september 2023 21:20 Alfreð var svekktur með ýmislegt í kvöld Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Íslands í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 3-1 á útivelli í undankeppni EM 2024. Hann var að sjálfsögðu svekktur með ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega það að leikmenn Íslands hafi ekki verið skarpir í báðum teigum leiksins. Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Alfreð var spurður að því hvernig honum liði strax eftir leik. Þetta voru að sjálfsögðu ekki úrslitin sem við vildum í kvöld. „Auðvitað líður manni ekki vel eftir svona leik. Við ætluðum að stimpla okkur inn í riðilinn sem hefur ekki byrjað vel. Vissum samt að Lúxemborg væri með gott lið en þeir refsuðu okkur illilega í dag og verðskulduðu að vinna. Sem er fyrst og fremst svekkjandi.“ Hvað var það sem fór úrskeiðis á þessum 100 mínútum sem spilaðar voru í kvöld.+ „Þeir voru ekki að skapa sér mikið. Þetta var einn langur bolti fram og þeir fá víti. Það má náttúrlega ekki gerast á þessu stigi. Ok, þá var staðan bara 1-0 og við þurftum að komast aftur inn í leikinn. Við fáum fín færi þar sem við áttum að gera betur til að koma okkur aftur inn í leikinn. Svo er leikurinn að koma til okkar og við erum að færa okkur framar og þá ná þeir að skora aftur. Fannst við ekki gefast upp samt, skorum manni færri. Fótboltinn er mörg smá atriði í báðum teigum sem skera úr um sigurvegara og við vorum ekki nógu skarpir í báðum teigum í dag til að eiga eitthvað skilið.“ Alfreð fékk fín færi og fínar stöður til að koma liðinu aftur inn í leikinn en náði ekki að skora. Var hann pirraður út í sjálfan sig í kvöld? „Að sjálfsögðu. Ég á eftir að sjá færið aftur. Í minningu þá hefði ég átt að komast nær markmanninum og negla á hann. Fannst hann loka á fjær þannig að ég ætlaði að koma honum á óvart og setja hann á nær. Ég býst við því að gera betur í svona færum.“ Klippa: Alfreð Finnbogason - Viðtal
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Leik lokið: Lúxemborg - Ísland 3-1 | Martröð í Lúxemborg Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana. 8. september 2023 21:43